Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Blaðsíða 3
ÚTVARPSTÍÐINDI 219 koma út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrirfram. — Uppsögn er bundin við áramót. — Afgreiðsla Brávallagötu 50. Sími 5046. Heima- sími afgreiðslu 5441. Póstbox 907. Útgefandi: H.f. Illustandinn. Prentað í tsafoldarprentsmiðju h.f. Ritstj. og ábyrgðarmenn: Vilhjálm- ur S. Vilhjálmsson, Bravallagötu 50, sími 4903, og Þorsteinn Jósepsson, Grettisgötu 86. Síá/jbrdðurtnn og fleira UPPLÝSINGAR þær, sem Pétur Pétursson gaf hér í síðasta hefti um endalok þáttarins „Lög- og létt hjal“, hljóta að hafa vakið allmikla athygli hjá lesendum, og þá ekki sízt hjá þeim mörgu, sem sáu mikið eftir því, að þátturinn skyldi leggjast al- veg niður. Það fer ekki hjá því, að mönnum þyki það einkennileg styrfni að neita að nota tæki, sem hægt er að fá að láni og gerir starf þeirra, sem eiga að vinna að því að gera dagskrá útvarpsins betri og fjöl- breyttari, miklu auðveldara. Upplýs- ingar Péturs munu og hafa komið mörgum á óvart, svo fráleit virðist framkoma verkfræðings útvarpsins í þessu máli. Annars má vera, að hann hafi skýringar á reiðum hönd-. um, sem útvarpshlustendur geti tek- ið gildar. En verkfræðingurinn er nú vestanhafs, og kemur ekki heim fyrr en í júlímánuði. Munu Útvarps- tíðindi vitanlega birta umsögn hans, ef hún berst, því að það er bezt fyrir alla aðila, að allt upplýsist sem fyrir liggur í málinu. Pétur upplýsti það og, að það voru einstakir menn, sem áttu stálþráð- inn, en ekki útvarpið sjálft. Nú er það vitað, að útvarpið er ein mesta og mikilvirkasta mennta- og fræðslu- stofnun þjóðarinnar, að það veltir milljónum króna, og að þess njóta daglega nær allir landsmenn. Þegar þetta er haft í huga, má teljast furðulegt, að útvarpið skuli ekki eiga það tækið, sem getur, ef rétt er á haldið, auðveldað að miklum mun allan rekstur dagskrárinnar, en ein- stakir menn skuli aftur á móti hafa getað aflað sér þess. Áður hefur ver- ið talað um það, að staðið hafi á gjaldeyri fyrir tækinu, en hlustend- ur og gjaldendur til útvarpsins, geta ekki um alla eilífð tekið þá fullyrð- ingu til greina. I þessu efni virðist áhorfendum, sem einhvers staðar hljóti að vera veila. Væri vel, ef það upplýstist í hverju hún er fólgin. Utvarpshlustendur skrifa Utvarps- tíðindum gagnrýni sína í „Raddir hlustenda“, og við birtum þessa gagn rýni næstum undantekningarlaust, jafnvel þó að ýmislegt komi fram í henni, sem við séum ekki sammála, enda er aðalatriðið, að fram komi álit hlustenda um hin ýmsu efni. Þeir skrifa og skrifstofu útvarpsráðsins mörg bréf, og við skulum gera ráð fyrir því, að þau bréf séu lesin. En þrátt fyrir öll þessi skrif, virðist út- varpið ekki vera undir nógu sterkri

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.