Bankablaðið - 01.12.1940, Blaðsíða 19

Bankablaðið - 01.12.1940, Blaðsíða 19
BANKABLAÐIÐ 21 Verðbólga og seðlavelta Um fátt annað er meira talað nú hér á landi en verðbólguna, hina stöð- ugu verðhækkun á flestum þeim vör- um, sem fólk kaupir. Eins og við er að búast er spurt um orsakirnar og það, sem aðallega er bent á til skýringar, er sú staðreynd, að seðlaveltan hefir farið mjög vaxandi. — Sú spurning, sem vaknar í því sambandi er, hvort það er hin aukna seðlavelta, sem er orsök hins hækkandi verðlags, eða hvort samhengið er öfugt, þannig að hið hækkandi verðlag hefir í för með sér meiri seðlaveltu. Hér skal í sem fæstum orðum skýrt, hvaða sam- band venjulega er ráðandi milli verð- bólgu og seðlaveltu, og svo farið nokkrum orðum um verðbólguna hér og orsakir hennar. Eiginleg verðbólga er fyrir hendi, þegar verðlag fer ört hækkandi vegna þess, að hinn samanlagði peningakaup- máttur, sem eftirspyr vörur, er vax- andi, án þess að vöruútboð aukist að sama skapi. Orsakir geta verið marg- ar, en mjög oft er hana að finna í peningapólitík bankanna. Þeir hafa þá aukið útlán sín framyfir það, sem þeim hefir borizt af spöruðu fé, þ. e. hafið lánsfjárþenslu (í þrengri merk- ingu orðsins). Hin almenna eftirspurn eftir vörum og framleiðsluöflum hef- ir þá aukizt og knúið fram verðhækk- un á vörum og þjónustum. Við það aukast peningatekjur manna, en það veldur svo aftur meiri eítirspurn og þannig áfram koll af kolli. Verðbólga er þannig nánar tiftekið kapphlaup milli verðlags og tekjumyndunar í landinu, sem kaupmáttaraukning hef- ir hrint af stað. Ef hinsvegar verð- lag stígur án þess að orsökina sé að finna í auknum kaupmætti, er ekki um verðbólgu að ræða, en þetta getur komið verðbólgu af stað, ef hin al- menna verðhækkun leiðir til þess, að kaup stígur. Áður fyrr var það oftast aukin seðlaútgáfa, sem verðbólgu olli. Nú er þetta gerbreytt. Nútímabankar geta nefnilega með útlánum sínum skapað sinn eigin gjaldmiðil, hin svonefndu afleiddu innlán, sem svo viðskipta- menn þeirra ráða yfir með tékkútgáfu, og það er nú oftast á þennan hátt, sem verðbólga verður. Innlánin eru af- leidd vegna þess, að þau eru bein af- leiðing af útlánastarfsemi bankanna. T. d. er andvirði víxils, er banki kaup- ir, fært lántakanda til tekna á reikn- ingi hans. Skilyrði fyrir því, að ný- sköpun á gjaldmiðli þannig geti átt sér stað, er, að bankarnir auki útlán sín samtímis, og að tékkar séu al- mennt notaðir meðal kaupsýslumanna. Ef slík lánsfjárþensla er nægilega sterk, mun áður en langt líður eig- inleg verðbólguhreyfing byrja.En hafa þá seðlar enga þýðingu fyrir þá þróun? Gagnstætt tékkum, sem eru

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.