Bankablaðið - 01.12.1940, Blaðsíða 20
22
BANKABLAÐIÐ
almennt notaðir sem gjaldmiðill í við-
skiptaheiminum, eru seðlarnir aðal-
lega notaðir til að velta neyzluvörum.
Seðlaveltan þarf því ekki að aukast,
fyrr en lánsfjárþenlsan hefir leitt af
sér aukningu í peningatekjum manna.
Þegar svo er komið er nefnilega að
óbreyttum greiðsluvenjum þörf fyrir
fleiri seðla til að velta meiru vöru-
magni og líka vegna þess, að verðlag-
ið hefir stigið. Hin aukna seðlavelta
er því hér algerlega óvirk afleiðing
af öðru, sem dýpra liggur, útlánapóli-
tík bankanna.
Þetta er í mjög stuttu máli það,
sem flestir hagfræðingar eru sammála
um viðvíkjandi þýðingu seðla, þegar
verðhækkanir eiga sér stað. Spurning-
in er nú, hvort hægt er að yfirfæra
þessar niðurstöður á hið núverandi á-
stand hér á landi. Það er þá fyrst
enginn vafi á því, að við erum inn í
verðbólgu-hreyfingu, sem fyrst og
fremst stafar af stórauknum peninga-
tekjum manna, samtímis því, að vöru-
útboð ekki vex að sama skapi. En er
hér hægt að segja, að það sé útlána-
pólitík bankanna, sem skapar verð-
bólguna? Því verður að svara neit-
andi. Útlán bankanna hafa að vísu
aukizt eitthvað, en það er tiltölulega
svo lítið, að ganga má út frá, að það
eigi mjög lítinn þátt í verðbólgunni.
Hin mikla tekjumyndun á sér aftur
á móti aðallega orsakir í tvennu,
Bretavinnunni í víðustu merkingu og
hinu háa verði útflutningsvaranna,
mældu í íslenzkum krónum. Þrátt fyr-
ir stórkostlega aukið útboð á erlend-
um gjaldeyri er sem sé gengi hans
haldið uppi, en það orsakar geysilega
útþenslu á hlaupareikningsinnstæð-
um, sem svo smám saman leiðir til
hærri tekna, bæði hjá útflytjendum og
öð'rum.
Skylda bankanna til að kaupa pund
hinu, ákveðna verði hefir óhjákvæmi-
lega verðbólgu í för með sér, án þess
að bankarnir fái rönd við reist, nema
þá að þeir gripu til mjög víðtækra
takmarkana á útlánum, sem þó varla
myndu hafa tilætluð áhrif. Vísitöluút-
reikningur á launum á þann þátt í
verðbólgunni, að hann flýtir fyrir
henni.
Hlutverk seðlanna er hér hið sama
og áður er nefnt. Þeir eru óvirk afleið-
ing af þeim öflum, sem verka tekju-
myndandi, Bretavinnunni og hinu háa
gjaldeyrisgengi. Seðlarnir „konstat-
era“ aðeins tekjuaukninguna. Þótt
seðlarnir séu þannig miklu frekar af-
leiðing af hinu hækkandi verðlagi en
orsök þess, ber þó að geta þess, að
verðbólgan gæti ekki að óbreyttum
greiðsluvenjum átt sér stað, ef Lands-
bankinn gæfi ekki út fleiri og fleiri
seðla. Hin aukna seðlavelta er því skil-
yrði fyrir hinu hækkandi verðlagi, en
orsök þess getur hún ekki talizt. Hin
aukna seðlaútgáfa er frekar þýðing-
arlaust atriði og ekki annað en rök-
rétt afleiðing af gengispólitíkinni. —
Hér er einmitt aðalorsök verðbólg-
unnar, og ef á að koma í veg fyrir
glundroða í peningamálum þjóðarinn-
ar, verður að hefjast handa hér. —
Þessi fullyrðing gildir vitanlega því
aðeins, að ekki verði breyting á þeim
forsendum, sem liggja til grundvallar
fyrir núverandi ástandi.
Klemens Tryggvason.