Bankablaðið - 01.12.1940, Blaðsíða 28

Bankablaðið - 01.12.1940, Blaðsíða 28
30 BANKABLAÐIÐ hvort gegnt öðru. Var honum ætlað annað rúmið, en mér hitt. — Lék mér nokkur hugur á að kynnast komu- manni nánar, og hélt því samræðun- um áfram. Virtist hann hafa af miklu að miðla, og hlustaði ég á hann með athygli. Barst talið að jólunum, eink- um helgi þeirra og helgihaldi. En þegar umræðurnar stóðu sem hæst, varð breyting á gestinum. Varð hann hljóður og hugsandi, líkast því sem hugur hans væri í einhverri óra- fjarlægð. Hafði ég ósjálfrátt hugboð um að einhvers væri að vænta, og beið þess er verða vildi. — Og breytingin kom. Það færðist bros yfir andlitið og augun ljómuðu. — Ég hefi dálitla sögu að segja þér, mælti hann svo. — Og sagan er auðvitað falleg, — mælti ég glaðlega. — — Gesturinn brosti og hóf sögu sína á þessa leið: — Ég veit ekki hvort nokkur at- burður hefir gerst, — mælti hann, — en ég var horfinn héðan, — að því er mér virtist, — og var staddur í nátt- myrkri á eyðistað og vissi ekki hvert halda skyldi. Og það fór hrollur um mig í einverunni og myrkrinu. — En svo birtist mér undarleg sýn. Það varð í einni svipan bjart umhverfis mig, og í birtunni sá ég mikinn skara af und- arlegum verum. Ein þeirra bar þó af öllum hinum. Og ég fann að hún and- aði frá sér dásamlegum friðandi á- hrifum. En mjög voru verur þessar ó- líkar hver annari að útliti og búningi. Voru sumar þeirra dimmar og dapur- legar, eins og skuggar mannlífsins, aðrar voru bjartar og brosandi, eins og ljósálfar í dásamlegri draumsýn. En þegar ég virti fyrir mér veruna, sem fremst fór og næst mér var, hurfu hinar verurnar, og ég sá hana eina. — Hún var há og tíguleg, og draum- ljúfur friður var yfir andlitinu. Augu hennar voru djúp og blá, eins og næt- urhimininn, og í djúpi þeirra var ljómi, er líktist stjörnudýrð himinsins. Og ég fann augu hennar hvíla á mér, eins og ég hafði hugsað mér að alltsjáandi augu Guðs hvíldu á mönnunum. — Það var fögnuðUr í sál minni, í návist henn- ar, og ég fann að hugur minn fylltist af þrá eftir því, að geta umvafið allt, fyrirgefið öllum og umborið allt. Ég leit í augu henar og fann að eitt- hvað í mér var í ætt við hana, og ég skildi að hún var leyndardómur hinn- ar heilögu jólanætur. — Skýring þessi fór um huga minn eins og leiftur, og mér skildist að hún smaþykkti hana. — Og nú virti ég fyrir mér klæði henn- ar og sá, að þau voru í öllum litum fagurrar vetrarnætur. Ég sá þar hina nýföllnu, glitrandi vetrarmjöll og dimmbláan himinn. Ég sá þar mána- skinið og glit þess á ölduriði hafsins. Og á höfðinu hafði hún kórónu úr norðurljósum og glitrandi stjörnum. Ég bjóst við að sýn þessi mundi hverfa. Og ég óskaði þess að svo yrði ekki. En svo benti hún mér að koma með sér, og ég sveif við hlið henar um loft- ið, unz við námum staðar á háu fjalli. — Fannst mér þá að fjötrar takmark- ananna hefðu brostið, og að ég væri frjáls, frjáls eins og vordraumur fagn- andi salar. Og nú lagði hún hönd sína á enni mér, og við það breyttist sjón mín, og við mér blöstu undarlegir heimar. — Hugsana- og tilfinninga- heimar mannanna ui’ðu mér sýnilegir í ýmsum myndum og litum. Ég sá það, sem þar gerðist í einhverskonar skugg-

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.