Bankablaðið - 01.12.1940, Blaðsíða 32
34
BANKABLAÐIÐ
gerðarmenn hafi ekki þörf fyrir þessi
kol sjálfir, er þeim bannað að selja
þau til bæjarmanna fyrir lægra verð
en kr. 134.00 tonnið. Er þannig kom-
ið í veg fyrir, að almenningur geti
keypt þessa bráðnauðsynlegu vörute’g-
und á frjálsum markaði og við mikl-
um mun lægra verði.
Að ytri kringumstæðum óbreyttum,
má gera ráð fyrir, að ísfisksalan til
Englands haldi áfram, og kolainnflutn-
ingur togaranna verði eins og að und-
anförnu, þannig að kolabirgðir haldi
áfram að stækka langt umfram þarf-
ir útgerðarinnar sjálfrar.
Vegna sívaxandi dýrtíðar og hinna
margvíslegu örðugleika, sem allur al-
menningur á nú við að stríða, þykir
nauðsynlegt að lækka verðið á kolun-
um og létta þannig, ef til vill all-veru-
lega, þær mörgu óþörfu byrðar, sem
lagðar eru á borgara þessa bæjarfé-
lags, eins og reyndar landsmanna
allra. En eins og tillagan ber með sér,
er hér um velferðarmál almennings
að ræða, en ekki ívilnanir og undan-
þágur til einstaklinga, stétta eða fé-
laga.
Loks var vakin athygli á því, að til
viðbótar við skattfrelsi dýrtíðarinnar
var, með gengislækkun krónunnar 4.
apríl 1939 og aftur síðar sama ár, enn
að nýju velt þungum byrðum yfir á
borgarana, til þess, að bjarga að-
þrengdum framleiðendum til lands og
sjávar. Með tilliti til hins gerbreytta
ástands þykir ekki ótilhlýðilegt að
gera ráð fyrir því, að útgerðarmenn
mundu fúsir til að selja aðþrengdum
almenningi kol með sanngjörnu verði,
ef kolaverzlunin væri frjáls“.
Starfsmannafélag Reykjavíkur.
Fél ísl. símamanna.
Póstmannafélag íslands.
Félag ísl. barnakennara.
Félag starfsmanna sjúkí’asamlaga.
Starfsmannafélag ríkisstofnana.
Félag starfsmanna útvarpsins.
Félag starfsmanna Útvegsbanka Isl.
Félag starfsmanna Búnaðarbanka ísl.
Lögreglufélag Reykjavíkur.
Tollvaraðafélag fslands.
FRÉTTIR...
Gunnar Guðmundsson, sem verið
hefir starfsmaður Útvegsbankans í
Reykjavík, verður starfsmaður bank-
ans á Siglufirði um nokkurra mán-
aða skeið, en við störfum hans í aðal-
bankanum á meðan tekur Sveinbjörg
Blöndal, er starfað hefir á skrifstofu
bankans, Siglufirði.
Haukur Þorleifsson hefir verið skip-
aður aðalbókari Búnaðarbankans frá
4. júní þ. á., en frá sama tíma hefir
Sigurður Þórðarson tekið við fulltrúa-
starfi því, er Haukur gengdi áður.
Stjórn SÍB:
Þorgils Ingvarsson, forseti.
Eiríkur Einarsson.
Sigurður Þórðarson.
Þormóður Ögmundsson.
Stjórn FSLÍ:
Jón Grímsson, form.
Guðmundur R. Ólafsson.
Haukur Vigfússon.