Bankablaðið - 01.12.1940, Blaðsíða 31

Bankablaðið - 01.12.1940, Blaðsíða 31
BANKABLAÐIÐ 33 Hagsmunamál Undanfarið hefir verið mikill áhugi hjá hinum ýmsu starfsmannafélögum í bænum um ýms þau hagsmunamál, sem nú eru efst á baugi hjá öllum al- menningi vegna hinnar síauknu dýr- tíðar og örðugleika. Haldnir hafa verið fundir í hinum ýmsu félögum, þar sem þessi mál hafa verið rædd og þá sérstaklega hið háa kolaverð, sem við Reykvíkingar og reyndar allir landsmenn eiga við að búa. Önnur mál, sem ofarlega hafa verið á baugi í þessum umræðum hafa að sjálfsögðu verið launamálin. Hinn fyrsti árangur sem orðið hefir af þessum fundahöldum, er sá, að þau hafa kosið fulltrúa hvert íyrir sig fyrst og fremst til að koma saman, ræða og gera tillögur um hvernig fyr- irkomulagi kolasölunnar í bænum verði bezt fyrir komið, með tilliti til þess, að launþegar og allur almenning- ur geti fengið sem ódýrust kol. Fulltrúar félaganna hafa þrisvar komið saman á fundi í þeim tilgangi, rætt um málið, kosið nefnd til að kynna sér málið, með þeim árangri, að síðasti fundur fulltrúanna gerði svo- hljóðandi fundarsamþykkt, sem skýrir sig sjálf: „Fulltrúar frá hinum ýmsu starfs- mannafélögum í bænum hafa að und- anförnu átt með sér umræðufundi um ýms hagsmunamál launþega ríkis og bæjar. Hefir verið lagður grundvöllur að frekari samvinnu þessara félaga til sameiginlegra átaka í verðlagsmálum launþega, og rætt um viðhorf laun- þega til sívaxandi dýrtíðar. — Meðal annars hefir verið rætt um kolaverð- ið í bænum, og um það gerð svofeld samþykkt: Fulltrúafundur neðantaldra félaga vill leggja áherzlu á, að það fyrir- komulag, sem nú er á sölu kola í Reykjavík, verði hið fyrsta tekið ti! athugunar af ríkisstjórn og skorar á ríkisstjórnina, að láta framkvæma athugun á því, hvort kolaverðið verði ekki lækkað nú þegar. Vill fundurinn benda á tvær leiðir til þessa: 1. Að fé það, sem lagt hefir verið til hliðar, til fyrirhugaðrar verðjöfnunar á kolum, verði þegar í stað notað til verðlækkunar á kolabirgðum þeim. er ríkið hefir tekizt á hendur fjárhags- lega ábyrgð á gagnvart kolainnflytj- endum. 2. Að útgerðarmönnum heimilist að selja kol beint til almennings við frjálsu verði. Þyki hinsvegar nauðsyn- legt, að kolaverzlanir hafi einnig á hendi dreifingu þessara kola til ba'j- armanna, skal álagning þeirra á þau vera takmörkuð við sanngjarna þókn- un. Greinargerð: Samkvæmt fyrirliggjandi upplýs- ingum, munu útgerðarmenn eiga hér um 25 þúsund tonn af kolum. Þótt út-

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.