Bankablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 31
MIHÁLY BABITS:
SÝN JÓLANÆTUKINNAK
Stóra lyklinum vai' snúið þrisvar sinnum,
og járnslegin, veðurmáð tréhurðin undir
steinmynd postulanna kvrrðist að fullu.
Kirkjuvörðurinn með geitarandlitið haltr-
aði yfir torgið og burtu. Nóttin var dásam-
leg, stjörnurnar tindruðu skært og kulda-
lega, eins og þær aðeins gera að vetrinum.
Stóri, gotneski turninn teygði hálsinn for-
vitnislega, eins og hann vildi fylgja eftir
með augunum loðskinnsklæddu fólkinu,
sem fjarlægðist óðum eftir mjóurn götun-
um.
Loftið var tært sem gler og jafn gegnsætt,
og ómur kirkjuklukknanna var eins og
svngi í kristal.
Það var jólanótt.
Frá liúsi Artúrs riddara heyrðust stór-
kostleg drykkjulæti, það buldi í vínámum,
léttúðugar stúlkur skræktu og dynjandi
hlátrasköll glumdu við. Ómur silfurbikara
klauf kristalstært næturloftið. En óljós til-
finning um, að hin heilaga stund væri upp-
runnin, brauzt fram í vitund hins ölvaða
fólks, og nú tóku við guðfræðilegar kapp-
ræður í dunandi salnum.
— Hvað skyldi nú vera að gerast þarna
inni í lokaðri kirkjunni, og hvað skyldi
koma fyrir þann, sem gæti gægzt þangað
inn?
— O, hann afi þinn er þar sjálfsagt að
dansa til athlægis fyrir hina látnu, ef hann
aðeins hefur getað lyft með molnandi hönd-
unum ólögulega steininum, sem Gerhard,
húsbóndi hans, meitlaði á andlitsmvnd
hans, þannig, að hann er eins og auli á
svipinn.
— Og þú drekkur áreiðanlega, þangað
til þér verður líka stungið undir steininn,
hrein einn af riddurunum.
— Ég veit með vissu, sagði húsprestur-
inn, faðir Lucentíus, og slakaði til á belti
sínu, ég veit með vissu, að um þetta leyti
dvelur hin Heilaga mey, María, ein í kirkj-
unni og heldur á litla syninum sínum í
geislabjörtum faðminum, og umvefur alla
framkirkjuna himnesku ljósi. Þegar ég var
í París við nám í hinum guðdómlegu vís-
indum, upplauk lærimeistari minn, Abel-
adus, fyrir mér hinum dýpstu leyndar-
dómum.
María mey er nú ein saman úti í kirkj-
unni.
Það voru vínblettir á stóra borðinu og
spýjupollar um bekki og gólf.
— Ég vildi gjarnan, sagði Artúr riddari,
sjá hina Heilögu mey, þegar hún er ein á
ferð í kirkjunni.
— En þeim, sem fá að sjá hana, sagði
faðir Lucentíus, verður ekki lengra lífs
auðið.
— Bráðum kemur afi þinn að sækja þig,
sagði annar riddari.
— En nú fer ég þangað, hvað sem taut-
ar, sagði Artúr riddari, og gái að þessu
sjálfur. Því að Ijósin eru farin að blakta,
og rökkrið vefur kóngulóarvefi sína um
hvelfingarnar. En þarna úti ljómar nú
himneskt ljós, það segir munkurinn. Og
þið eruð svín og annað ekki, og ekki þess
verðir að ég sé með ykkur. Og ég hræðist
ekki neitt, allra sízt hann afa minn, sem
var heigull alla æfina.
BANKABLAÐIÐ 41