Bankablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 32

Bankablaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 32
— Þú ert fullur, bróðir sæll, sagði mað- ur einn með loðið yfirskegg. — En það er ekki hægt að komast inn, sagði Bróðir riddari, fullvissandi og alvar- lega. Það er ekki til sá maður, að hann fengist til að ojsna kirkjudyrnar á jólanótt- ina, eftir að þeirn hefur verið lokað. Það er ekki til sá maður, að liann óttist ekki Guð. — Hinn illi andi hefur hlaupið í hann, útskýrði faðir Lucentíus. Nú komu þjónarnir á vettvang með blakt- andi kyndla. Og örþreyttir gestirnir fylgdu Artúr riddara eftir út í svalt næturloftið. Stúlkurnar ráku upp kuldahrollsskræki. Ölvaðir riddararnir slöguðu og reikuðu á fótunum. Aðeins einn varð eftir í salnum, Kádár riddari, sem naumast gat staðið á fótunum. Hann fann ekki dyrnar og leitaði sér stuðnings hjá tómum herklæðum, er stóðu upp við vegginn. Hann hélt, að þetta væri einn félaga sinna. Járnklæðin, sem voru fest við vegginn með ryðgaðri keðju, slóðu ekki undir þyngd hins ölvaða manns, svo að þau hrundu með honum niður á gólfið með miklum hávaða. Kádár kyssti herklæð- in og leitaði enni sínu svölunar við kalt járnið, meðan hann og herklæðin veltust fram og aftur um gólfið eins og svín. Blakt- andi skin óklipptra kertaljósanna varpaði draugalegum ljósrákum yfir þessa unaðs- legu sýn. Stóri krossinn á þilinu var hulinn myrkri. — Nú nú, skakkalöppin þín, vökukarl helvítis, þurfa súlurnar miklu að hrynja niður, til þess að þú getir vaknað? — Nei, nei, ég get ekki gert það, herrar mínir, ég get það ekki, ég mundi lenda í eilífri útskúfun. Það skiptir kannske ekki miklu máli fyrir ykkur, herrar mínir, en ég, fátæklingurinn, verð að minnsta kosti að fá að njóta sælu í öðrum heimi. — Kveljið hann ekki, við skulum ekki taka af honum lykilinn, það væri synd. Þetta er líka svo dásamleg nótt, veturinn er eins og vor. Sjáið þið ekki allar múrbrún- irnar, bogana og steinrósirnar? Það er svo sem nóg til að halda sér í. Gotnesku kirkj- urnar eru eins og skapaðar til að klifra upp eftir þeim. — Manneskjurnar þora ekki að gægjast út úr grenjum sínum, því að þá mundu þær heyra hrópað hahaha! Hver er það, sem hlær á jólanóttina? Það eru illu andarnir! Hahaha! En nú er svo dásamlegt að vera úti, og loftið er betra en vín, það er svo svalandi og róandi. — Jæja, er presturinn sofnaður? — Óvinurinn sjálfur er hlaupinn í ykk- ur, sagði faðir Lucentíus hvað eftir annað. — Þú ert fullur, bróðir sæll, og glugg- arnir eru hátt uppi. Djöfullinn hrindir þér niður af fyrstu syllunni, og svo háls- brýtur þú þig. — En hann hefur ekki drukkið neitt sér- staklega mikið. — Það var enginn snjallari en hann í leikfimi við hirðina hjá höfðingjanum. Einu sinni, þegar setið var um Zára-virkið, klifraði hann upp á virkisvegginn. — Ég vil fá að sjá Maríu. Hvernig skyldi hún líta út? Eins og myndirnar, sem mál- aðar eru af henni? — Hvernig ætlarðu að komast upp? Hvernig ætlarðu að komast inn? Og hvernig ætlarðu að komast niður? — Guðleysingi! Megi Guð víkja frá ykkur. — Quintus Curius, eða Curtius, eða Sest- ertius, eða hvern fjandann hann nú hét, leit í laumi á helgidóm kvennanna, og það laust hann elding. Það las ég í rómversku sögunni. 42 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.