Alþýðublaðið - 01.10.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.10.1923, Blaðsíða 1
Oeffið ut af «^Utsýöufloklmum > 1923 Mánudagins 1. október. 225. töiublað. Almeniiiir Alftyðiiflokksfiiiidiir verður í kvöld, mánudag 1. okt., kl. 8 e. h. í Bárubúð. Málshafjendur: Jón Baldvinsson, Héðinn Valditnarsson og Ólafur Friðriksson. — Frambjóððndum í Reykjavík og Eggert Ciaessen er boðið á fundinn. Frambjððodi Al^ýðuflokksiiis í Vestmanoaeyjiim. Mönnum kann að finnast borið í bakkaíuilan lækinn að skriía um Ólaf Friðriksson, því að um engan núHfacdl íslendirjg hefir verið meira skrifað og tal- að síðustu árin. En þeir, sem nýlega hafa um hanri skrifað, eru andstæðingar hans, og mynd sú, sem þeir hafa af honum málað, er harla ólik manninum eins og hann er. Oiafur Friðriksson kom hing- að fyrir 8 árum síðan, 29^-ára gamall þá. Hafði hann dvalið aokkur ár í Danmörku, orðið hugfanginn af jafnaðarstefnunni og unnið fyrir hana þar. Þá var Ó'atur óþektur öilum almenningi, en hafði undirbúið sig undir pálitiskt starf sitt hér á landi og var þá þegár orðinn óvenju- vel mentaður maður, ekki sfzt í ölium íéíagsmálum. Verklýðssamtök voiu þá mjög í bernsku hé> á ísiandi, nema hafist hafði verið nokkuð handa hér í Reykjavík með verka- mannaíélaginu Dagsbrún, en eng- inn fastur pólitiskur flokkur var tií sem fylgdi jafaaðarstefnunni. Ólafur blés þegar lífi inn í þann félagsskap, sem fyrir vaí qg gerðist aðalforgöngumaður að stofnun Aiþýðuflokksins, sem er nú einn hinna þriggja höfuð- flokka í stjórnmálum hér og hefir inoBn sinna vébanda, álbýðúna við sjávarsíðuua og Itök nokkur sums staðar í sveitum. Hefir þessl flokkur síðan vaxið svo 6rt og fekipulag hans styrkst svo tnjög, að hann má óefað teljast einl varanlegi stjörnmálaflokkurinn hér á laodi. Saga Alþýðuflokks- ins þessi árin er að mörgu leytl saga Ólafs Friðrikssonar, enda hefir hann ætíð setið f miðsjórn flokksins og um langan tfma verið ritstjóri flokksbíaðanna. Hefir hann unnið mikið verk í þágu jatnaðarsteínunnar og út- breytt hana í ræðu og riti víðs- vegar um landið. Barátta Al- þýðuflokksins fýrir rétti hinna starfandi stétta gagnvart stór- efnamönnunum hefir verið bar- átta Ólafs, og héfir hann með viijakralti sínum og áhuga átt mikinn þátt í að lyfta hinum vinnandi stéttum til meira sjálf- stæðis, sjáUtrausts og velmegunar. Ólafur Friðriksson er tæpur meðalmaður á bæð, grannvaxian, fölleitur, skarpleitur, svartskeggj- aður, alskeggjaður, andlitsfallið reglulegt, gráeygur, hvasseygur og hvatar í hreyfingum. Er sýni- legur foringi, hvar sem hann kemur fram; Málrómurinn er mikiil og tilbreytingaríkur, og svo afburðamælskur og rökfimur er hann, að enginn mun stánda honum á sporði hérlendis. Ól- atur er tilfinningarnaður og at andstæðingum k ilíaður öfgamað- ur, en, flestir munu þó hafa téklð eftir þvi, hve sérstaklega rósaœ- ur hann er, þegar mikið liggur við, og aldrei íætur hann smá- deilur innan flokksins tefji sam- vinnu við aðra Alþýðuflokksmenn né sókn á andstæðingana. Hann er, sem margan miin ekki gruna, mjög hygginn stjórnmálamáður og er sérstaklega laginn á að koma þeim málum í tramkvæmd, sem hann óskar, ekki að eins með áhlaupum, heldur engu síð- ur með samningum. Að orðl er höfð viljafesta Ólafs, og er éng- um hægt að snúa honum frá því máli, sem hann álítar rétt. Víð- sýni hans og langsýni viour- kenna mótstöðumennirnir. Ahrif Ólafs Friðrikssonar eru ekki að eins mikil innan Alþýðu- flokksins, heldur gætir þeirra alls staðar í opinberum máium, og mun vitanlega íýlgi hans reynast ólíkt betra t'l framkvæmda á nauðsynjamálum heldur en fylgi þingmanns, sem er miðlungs- maður i stjórnmálum, jafnvel þó að hann tilheyrl hinum ráðandi stéttum. ;•,• * Fyrir Vestmannaeyinga er Ólafur Friðriksson ákjósanlegasti þingmaðurinn, sem völ er á. Hann hefir verið og er aðallega talsmaður þeirra stétt?, sem þar eru fjölmennastar, sjómann^, verkamanna og annarar alþýðu, og hann mundi með áhri(um sfnum geta unnið meira fyrir al- þýðuna í þvi kjördæmi á 4 næstu þingsetuárum heldur en aðrir þingmenn þeirra hafa gert frá byrjun. Má og telja það víst, að alþýðan í Vestmannaeyjum sé svo pólitiskt þroíkuð, að gera Eyjar að einu af höfuðvígjum jafnaðarstefnunnar með þvf að kjósa Ólaf Friðriksson á þing. Santbandsstjórnarmaður. Framleiðslutækl n vera þjóðareign. elga ab

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.