Jazzblaðið - 01.05.1949, Síða 4

Jazzblaðið - 01.05.1949, Síða 4
Hallur Simonarton: ÍSLENZKIR H LJÓÐFÆ RALEIKARAR Jón Sigurðsson, Akureyri Áhugi manna fyrir jazz hefur alltaf verið mikill á Akureyri, og margir hafa leikið á hljóðfæri. Danshljómsveitir hafa verið margar og sumar hverjar ágætar, og hafa margir reykvískir hljóðfæra- leikarar leikið í þeim, því þeir hafa gert mikið að því að fara til Akureyrar og leika þar í lengri eða skemmri tíma. Einnig hafa margir hljóðfæraleikarar flutzt frá Akureyri til Reykjavíkur, og nægir í því sambandi að benda á nokkra ágæta menn, sem eru í tölu beztu hljóð- færaleikara Reykjavíkur, þá Egil Jóns- son, Skafta Sigþórsson og Þorvald Stein- grímsson. Einnig var hinn frábæri píanóleikari Jóhannes heitinn Þorsteins- son frá Akureyri. En nú hin síðari ár hefur áhugi manna á Akureyri aukizt mjög fyrir jazz og hljóðfæraleik, og margir hljóðfæraleikarar komið fram, þar af tveir, sem eru tvímælalaust með beztu jazzleikurum landsins, hinn efni- legi pianóleikari, Magnús Pétursson, sem nú er fluttur til Reykjavíkur og lék hér síðastliðinn vetur í samkomusal Mjólkur- stöðvarinnar, og sá, er þessi grein er rit- uð um, hinn frábæri trompetleikari Jón Sigurðsson. Jón Sigurðsson er fæddur að Ærlækj- arseli í Axarfirði 17. marz 1927, en korn- ungur fluttist hann til Akureyrar. Um uppvaxtarár hans er heldur lítið að segja. Hann settist í 1. bekk menntaskólans á Akureyri að loknu barnaskólanámi, og þegar hann hafði verið þar í tvo vetur, keypti hann sér cornet, sem kostaði hann hvorki meira né minna en fimm hundruð krónur, sem þá þótti dýrt. Hann byrjaði að leika í Lúðrasveit Akureyrar, og var hann furðu fljótur að ná tökum á hljóð- færinu. Egill Jónsson, hinn kunni klarinetleik- ari, sagði að það hefði verið undravert að heyra, hvað.Jón gat eftir að hafa átt hljóðfærið aðeins í hálfan mánuð. Sumar- ið 1945 kom Karl Runólfsson til Akur- eyrar til að stjórna lúðrasveitinni og kenna meðlimum hennar. Jón fór til hans í tíma og var það fyrsta tilsögnin, sem hann fékk á hljóðfæriö. Næsta sumar kom Lanzky-Ottó norður og gegndi sömu störfum og Karl, og var Jón einnig í tím- um hjá honum. 1944 byrjaði hann fyrst að leika i dans- hljómsveit, og var það skólahljómsveit menntaskólans. Meðlimir hljómsveitar- innar eru nú allir hættir við hljóðfæra leik að undanteknum Jóni, en hann seg- 4 jazzlfM

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.