Jazzblaðið - 01.03.1952, Side 3
útgefándi: jazz-klúobur íslands. blaðnefnd: stjdrn jazz-klúbbs íslands
RITSTJDRN DG AFGREIÐSLA: SVAVAR GESTS RANARGDTU 34, REYKJAVÍK SÍMI: 2157
ÍSAFDLDARPRENTSMIÐIA H.F.
€.
INS OG LESENDUM Jazzblaðsins er ef-
laust kunnugt, þá hefur mjög dregið úr allri innlendri blaða- og tímaritaútgáfu
undanfarna mánuði. Veldur þar fyrst og fremst tvennt: síhæklcandi útgáfukostn-
aður og síðan peningaleysi kaupenda. Hefur þetta fyrst og fremst komið niður á
hinum smærri tímaritum og heyrir Jazzblaðið undir þann flokk. Fastir áskrif-
endur hafa staðið illa í skilum með gjald sitt, lausasala blaðsins hef.ur minnkað
stórkostlega og auglýsingar hafa verið litlar sem engar. Er nú svo komið fyrir
blaðinu, að útgefendur þess sjá sér varla annað fært en að leggja árar í bát.
Hörmum vér mjög, ef slíkt þarf að henda, því að einmitt nú er að færast
nýtt líf í jazzinn hér á landi. Yngri jazzleilcarar eru að bætast i hópinn, sem hafa
fullan hug á að láta ekki sitt eftir liggja. Eins hafa hinir fyrstu amerísku jazz-
leikarar nýlega leikið hér og hafa áhrif komu þeirra hingað þegar komið í Ijós
að nokkru leyti.
Felum vér því lesendum blaðsins þetta vandamál á hönd, í þeirri von, að þeir
láti eigi sitt eftir liggja fremur en vér og geri sitt til þess að blaðið geti lialdið
áfram að kynna þeim liið markverðasta úr erlendu sem innlendu jazzlifi eins og
það hefur gert undanfarin fjögur ár.
Til að þetta megi takast þurfa lesendur blaðsins aðeins að halda áfram að
taka tillit til blaðsins sem blaðs, er alltaf þarf að koma út: Standa í skilum með
árgjaldið, kaupa blaðið reglulega í lausasölu — þeir, sem ekki eru áskrifendur —
afla því nýrra áskrifenda og auglýsenda. Sé þetta gert, er blaðinu borgið. Lausnin
virðist reyndar ofur auðveld, en það þarf aðeins að framkvæma hana.
EFNI ÞESSA HEFTIS:
Forsíðumynd: Grettir Björnsson. Björn R. Einarsson gerir athugasemd — 12
Ljósm. Halldór Einarsson. Gunnar Ormslev kosinn vinsœlasti
Frá ritnejnd bls. 3 jazzleikari íslands 1951 — 13
íslemkir hljóðfœraleikarar: Viðtal við Ágúst Eliasson — 14
Grettir Björnsson — 4 Mildred Bailey. Dánarminning — 15
Úr einu í annað — 6 Metronome kosningarnar 1951
Erroll Garner. Eftir Svavar Gests... — 7 Úrslitatölur og myndir — 16
Umsögn um músíkmyndir — 8 Fréttir og fleira. Þaö nýjasta úr inn-
Grein um Lee Konitz og Tyree Glenn — 10 lendu sem erlendu jazzlífi — 18
LANDSSOKASAfN
M i 3 S 0 6 6
ISIANÐS
^axiLfaíiÍ 3