Jazzblaðið - 01.03.1952, Qupperneq 15

Jazzblaðið - 01.03.1952, Qupperneq 15
um á hljómleikunum hér. Fólkið var allt hans megin. En ekki vil ég segja að músikin sem hann lék hafi verið betri en það, sem Konitz hafði fram að færa. Sennilega er Konizt meiri jazzleikari. — Eru nokkrir sérstakir jazzleikarar, sem þér líkar ekki við? Ég á náttúrlega við leik þeirra. — Það getur nú varla talizt, nema ef það væri trompetleikarinn Howard McGee. Ég hef aldrei séð neitt við leik hans. En þá má kannske bæta við, að ég hef ef til vill ekki heyrt það, sem hann hefur gert bezt. — Hvenær fórstu fyrst að veita jazz- inum athygli? — Ég var í fyrsta bekk gagnfræða- skólans. Eyþór Þorláksson var með mér. Hann, ásamt Gunnari Ormslev og fleir- um léku fyrir skóladansleikjum. Síðan hefur Gunnar Ormslev verið uppáhalds- jazzleikari minn úr hópi hinna hér- lendu. — Hvað finnst þér um liljómsveit- irnar ? — Það sem Gunnar Ormslev, Jón Sig. trompet og Jón Sig. bassi gerðu, ásamt Guðm. R. og Elfar, er það bezta, sem hér hefur verið leikið. Hljómsveit með aðeins þessum mönnum hefur reyndar aldrei verið til. En þeir hafa komið fram á jam-sessionum og að mig minnir á hljómleikum líka. Eins var tríó þeirra Gunnars, Guðmundar og Elfars mjög gott. — En hljómsveitirnar sjálfar, eins og þær hafa verið skipaðar? — Það er óþarfi að geta þess. Það hefur engin hljómsveit komist nálægt því að gera það sem hljómsveit Björns R. Einarssonar hefur gert, þegar hún var upp á sitt bezta. Upp á síðkastið hafa þeir verið með fremur leiðinlegar útsetningar, en það batnar sennilega. Hin gamalkunna jazzsöngkona Mild- red Bailey lézt á sjúkrahúsi í borginni Poughkeepsie hinn 12. des. s. 1. Banamein söngkonunnar, sem var orð- in 48 ára, var hjartaslag. IJafði hún verið veik nokkur undanfarin ár, en öðru hvoru komið fram, m. a. síðastliðið sumár og var þá talið að hún ætt fullan bata í vændum. Mildred Bailey hefur í mörg ár verið ein vinsælasta söngkona jazzins. Kom hún ung fram á sjónarsviðið og hefur ætíð síðan notið mikilla vinsælda. Söng hún m. a. í nokkur ár með hljómsveit Red Norvo, en þau voru þá gift. Jazzunnendum um heim allan er mikil eftirsjá í þessari góðu söngkonu. — Hvað segirðu um innlenda trompet- leikara? — Jón Sigurðsson er eini trompet- leikarinn hér. Af framanrituðu má sjá, að Ágúst fylgist vel með innlendu sem erlendu jazzlífi, og er óragur að láta í ljós álit sitt á því, er hann telur máli skipta, og er það eitt út af fyrir sig meira en hægt er að segja um marga úr hópi jazzleik- ara hér. Ég efast ekki um, að Ágúst á eftir að verða jazzinum hér mikil stoð, bæði sem trompetleikari og jazzáhugamaður. Var’la tel ég hægt að ljúka þessum lín- um án þess að geta þess hver uppáhalds- plata hans sé. Það er Israel leikið af — auðvitað Miles Davis. Ágúst segist hlusta á plötuna tíu sinnum á dag. Það eru þá orðin ca. sex hundruð skipti, því að mér er kunnugt um, að hann hefur átt plötuna í tvo mánuði. Ég vona bara, að hann noti góðar nálar. S. G.

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.