Jazzblaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 11

Jazzblaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 11
ekki móttækileg fyrir tónlist þessari eins og sakir standa. Eins og Lee sagði við mig, þá verða menn að þroskast upp í því að hlusta á jazz, það er ekki allt í einu hægt að setjast niður og gerast ■f fazzuioburdur: (oniti og Tyree lílcnn einlægur aðdáandi Tristano jazzins, menn verða að hafa heyrt allt sem á undan er komið. Þannig er því einmitt farið með hérlenda áhugamenn; þeir hafa ekki heyrt nógu mikið. Vonandi stendur það þó til bóta. Tækni hans á saxófóninn var stórkost- leg. Sólóarnar voru allar byggðar upp af mikilli — nærri því eintómri tækni. Tónn hans var ágætur þar sem hans naut. Sjálfur hafði ég sérstaklega gam- an af leik Lee Konitz — leyfi mér kann- ske að halda því fram, að ég hafi hlust- að nógu mikið á það gamla (— þó að aldrei hlusti maður reyndar nógu mikið) til að geta myndað mér einhverjar skoð- anir um leik Konitz. Og þær skoðanir sem ég myndaði mér um hann voru þær, að hann væri jafnvel mesti jazzleikari, sem nú er uppi. Þar sem viðdvöl þeirra Tyree og Lee var fremur stutt — þeir dvöldu hér á landi í nákvæmlega 28 klukkustundir, gafst mér aldrei kostur á, að taka reglu- legt blaðaviðtal við þá fyrir Jazzblaðið, eins og til stóð, en til gamans get ég birt glefsur úr samtölum við þá, sem áttu sér stað meðan Lee sat niðri í búnings- herbergi í Austurbæjarbíó, meðan Tyree lék fyrri hluta hljómleikanna og undir sömu krinkumstæðum við Tyree síðari hluta hljómleikanna. — Ennfremur í bílnum á leiðinni til Keflavíkur, þegar þeir fóru og þegar þeir biðu þar eftir flugvélinni og yfirleitt undir öllum öðr- um kringumstæðum, sem við var komið. Það var erfitt að fá þá til að segja nokkuð um hina íslenzku jazzleikara, sem léku með þeim á hljómleikunum. Tyree sagði, að sér væri nákvæmlega sama hverjir léku með sér meðan þeir kynnu bara lögin rétt. Hann tók þó fram, að honum fyndist Björn fyrirtaks trom- bónleikari og Magnús Pétursson taldi hann ágætan píanóleikara. Konitz var heldur hlédrægari. Hann gat þess þó, eins og hvað því viðvéki að hlusta á jazz, að hið sama ætti að mestu leyti við, þegar hann væri leikinn. — 11

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.