Jazzblaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 14

Jazzblaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 14
„Miles Davis skemmtilegasti jazzleikarinn“ — segir liinn ungi og efnilegi Irompet- * leikari, Agúst Elíasson Nýir jazzleikarar koma allt of fáir fram á sjónarsviðið hér á landi. Fyrir því liggja margar ástæður, sem ekki skulu taldar upp hér. Heldur skal vikið að því að kynna hinn nýjasta í hópi hér- lendra jazzleikara, þ. e. a. s. Ágúst Elías- son, sem leikið hefur í hljómsveit Þór- arins Óskarssonar í Listamannaskálan- um og víðar frá því í nóvember. Ágúst hefur haft mikinn áhuga fyrir jazzmúsik í nokkur undanfarin ár og á þeim grundvelli ræddi ég við hann. Lagði ég fyrir hann nokkrar spurning- ar viðvíkjandi jazzi og jazzleikurum og hér kemur samtalið: — Hver, eða öllu heldur hverjir liafa verið u'p'pálialdstrompetleikarar þínir? — Harry James var sá fyrsti. Hann fannst mér áður, og finnst enn mjög góður. Síðan kom Bunny Berigan, hann var stórkostlegur. Þá tók Roy Eldridge við. En mér finnst hann alltaf of líkur sjálfum sér. Að hlusta á eina eða tvær plötur með honum er nóg; þá hefur maður kynnzt honum til hlýtar. Chai’lie Shavers kom á eftir Roy. Hann er mjög skemmtilegur. Síðan kemur Miles Davis, sem mér finnst sá allra skemmtilegasti. Og ekki má ég gleyma Louis Armstrong. Það er eins með Miles og Armstrong; þeir eru báðir einfaldir en hjartan- legir. — Heldurðu upp á Miles Davis vegna þess að hann leilcur Moderne jazz frelcar en þann gamla? — Nei, ég dæmi hann sem trompet- leikara, síðan kemur hitt hvers konar jazz hann leikur. Ég hef aldrei tekið einn stílinn fram yfir annan. Kannske ekki heyrt nógu mikið af nýrri jazzinum til að mynda mér skoðanir um hann. Uppáhaldseinleikari minn hefur lengi verið Bill Harris trombónleikari, sem leikur stíl, sem er einskonar tengibrú á milli hins gamla og nýja jazz. . — Nokkrar liljómsveitir, sem. þú hef- ur gaman af að hlusta á? — Já, það er gaman að mörgu, sem Duke Ellington hljómsveitin gerði áður fyrr. Ég hef lítið heyrt nýtt með henni. — Hvernig lílcaði þér við Lee Konitz og Tyree Glenn? — Mér fannst Tyree Glenn óneitanlega skemmtilegri. Hann réði lögum og lof- 14

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.