Jazzblaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 4
ÍSLENZKIR H L J □ Ð F Æ RALEI KARAR GRETTIR wmm Einn kunnasti hljóðfæraleikarinn úr hópi hinna yngri er eflaust Grettir Björnsson. Þó að hann hafi lítið leikið í reglulegri hljómsveit, þá hefur hann komið víða fram, bæði í Reykjavík og úti á landi undanfarin ár, og fyrir hinn ágæta harmonikuleik sinn hefur hann hvarvetna aflað sér vinsælda. Grettir fæddist að Bjargi í Miðfirði 2. maí 1931. Hann hefur að mestu leyti alizt upp í Reykjavík. Hann byrjaði að leika á harmoniku ellefu ára gamall og er hann einn þeirra fáu, er hafa haft þúsundir til að hlusta á sig í fyrsta skipti, sem þeir koma fram opinberlega. Hann kom sem sé fyrst fram í barna- tíma Ríkisútvarpsins, þá tólf ára að aldri. Bróðir hans lék einnig með hon- um á harmoniku, og var hann þá aðeins níu ára. Skömmu eftir fermingu fór Grettir að leika á dansleikjum hingað og þangað. Það var ekki fyrr en vetur- inn 1948—49 að Grettir lék í hljómsveit, en það var á Akureyri, og var þá Stein- þór Steingrímsson píanóleikari í hljóm- sveitinni ásamt þeim Einari Jónssyni trommuleikara og Jóni Sigurðssyni trompetleikara. — Daufur bær, Akur- eyri, sagði Grettir — og lögreglan af- skiptasöm. Um vorið komu þeir Stein- þór og Grettir til Reykjavíkur, en höfðu litla viðdvöl og brugðu sér til Kaup- mannahafnar ásamt Marínó Guðmunds- syni trompetletikara. — Stóð til að afla sér fjár og frama, en lítið hafðist upp úr krafsinu, því að Danir eru sínkir á hið fyrrnefnda og hins síðarnefnda afla menn sér sízt í Danmörku. — En skemmtilegra sumar segjast þeir allir varla hafa upplifað til þessa. Grettir eyddi reyndar nokkrum hluta þess í stað þeim, er fyrir mörgum árum stóð mikill frægðarljómi af, þ. e. a. s. Nýhöfninni. Þar spilaði hann í nokkra mánuði og gerði það gott — kannske eini íslenzki hljóðfæraleikarinn, sem gat fengið sér nýjan frakka út á sumarhýruna. Veturinn 1949—50 lék hann aðallega í hinum margnefnda „lausabusiness" að undanskildum nokkrum vikum, sem hann lék í hljómsveit Jónatans Ólafssonar að Röðli. Aftur tók lausabusinessinn við og allt fram til vorsins 1951, er hann réðst í hljómsveit þá, er Svavar Gests fór með til Vestmannaeyja og lék þar fram í byrjun júní. Þá lék hann áfram í hljóm- sveit þeirri, er Svavar byrjaði með í Breiðfirðingabúð og leikur þar enn, er þetta er ritað. Grettir lærði harmonikuleik hjá Braga Hlíðberg og má eflaust þakka því hinn ágæta leik hans. Þó að Grettir standist Braga hvergi snúning, þá er hann þó einn hinna fáu harmonikuleikara, ásamt Braga, sem eitthvað hafa gert að því að koma fram opinberlega sem einleikarar. Hefur Grettir komið fram hjá „Bláu stjörnunni" og víðar. Hann hefur litið eitt fengist við að leika á klarinet og var Egill Jónsson kennari hans. Aldrei hefur hann þó lagt áherzlu á klarinetleikinn, en sem komið er má marka, að hann ætti engu minni framtíð fyrir sér á klarinetið en har- 4 JazMaáií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.