Jazzblaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 6
• ÚR EINU
Nýjar Jazz-stjörnur.
Á jam-session, sem Jazzklúbburinn
hélt í Breiðfirðingabúð 10. febr. komu
fram nokkrir ungir og efnilegir jazzleik-
arar. Ber þar fyrst að telja Gunnar
Sveinsson trommuleik-
ara í hljómsveit Bald-
urs Kristjánssonar í
Tívoli. Gunnar kom nú
í fyrsta sinni fram sem
vibrafónleikari, en á
það hljóðfæri hefur
hann verið að læra
undanfarið ár. Leikur hans á session-
inni spáði góðu um framtíð Gunnars,
sem vibrafónleikara. Hann hefur þegar
yfir mikilli tækni að ráða og virðist eiga
yfir allgóðum hugmyndum að ráða hvað
sólóar snertir. Með sama áframhaldi
mun Gunnar komast í hóp okkar beztu
jazzleikara. Á þessari sömu session komu
einnig fram fjórir ungir piltar að nafni
Sig. Guðmundsson píanóleikari, Ólafur
Stephensen harmonikuleikari, Andrés
Ingólfsson klarinetleikari og Hörður
Guðmundsson trommuleikari. — Piltar
þessir eru allir kornungir, sá fyrsti ný-
lega átján ára, næstu tveir sextán og sá
síðasti seytján. Leikur þeirra var hinn
ágætasti og leikur enginn vafi á því,
að hér eru mikil efni á ferðinni. Blaðið
mun fylgjast með framgangi þeirra af
miklum áhuga og verður væntanlega
rætt nánar um þá síðar.
Réttum mánuði fyrir þessa umræddu
jam-session, sem var einhver sú bezt
heppnaða, sem haldin hefur verið til
þessa, var önnur session og var hún einn-
6
í ANNAÐ •
ig haldin á vegum klúbbsins. Fór hún
fram í Listamannaskálanum.. Áheyrend-
ur voru þar mun fleiri en því miður var
músikin ekki að sama skapi.
Stœröfrœföikunnátta.
Magnús Pétursson píanóleikari átti
tuttugu og tveggja ára afmæli hinn 12.
febrúar og færði kona hans honum
myndarstrák í afmælisgjöf. — Nokkrum
dögum áður hafði Magnús samið nýtt
danslag og texta við það. Lagið kallar
hann „Halló“, og mætti segja mér að
það hafi verið það fyrsta, sem hann
sagði, þegar hann sá afmælisgjöfina.
Maöur, líttu þér nœr.
í þætti Péturs Péturssonar fyrir
nokkru í Ríkisútvarpinu var útvarpað
frá hinum þekkta Kaupmannahafnar-
skemmtistað „Scala“. Hljómsveitin þar
lék m. a. tvö lög eftir Oliver Guðmunds-
son og hefur mér verið sagt, að þeir
leiki þau oft. Lög þessi eins og öll önn-
ur, sem Oliver hefur gert, eru mjög
falleg. Er sannast að segja skömm til
þess að vita, að hljómsveitir hér skuli
ekki leggja meiri rækt við að leika lög
eftir innlenda höfunda. Þetta var rætt
hér í blaðinu fyrir þó nokkru og hefur
engin hljómsveitanna tekið tillit til þess.
— Það vita allir, að mörg hinna inn-
lendu laga eru engu lakari en hin er-
lendu dægurlög, en enginn kemur því í
verk að leika þau. Kannske er það bara
af áhugaleysi. Hvernig væri nú að koma
í umferð þó ekki væri nema þremur eða
fjórum lögum í hverri hljómsveit?