Jazzblaðið - 01.03.1952, Page 10
HLJÓMLEIKAR þeir, er haldnir voru
hinn 5. og 6. des. síðastl. eru hinir
merkustu, sem haldnir hafa verið hér
á landi til þessa, og um leið þýðingar-
mesti jazzvuðburðurinn. — Þetta er í
fyrsta sinn sem heimsfrægir Banda-
rískir jazzleikarar koma hér fram. —
Tyrree Glenn trombón- og vibrafón-
leikari er gamalkúnnur jazzleikari, sem
leikið hefur með mörgum þekktum
hljómsveitum, m. a. Duke Ellington. —
Lee Konitz er ef til vill mesti jazzleikari,
sem nú er uppi. Hann hefur verið fyrst-
ur eða annar í kosningum Bandarískra
músíkblaða, sem fremsti altó-saxófón-
leikari Bandaríkjanna.
Aðsókn að hljómleikunum var fremur
léleg bæði kvöldin og var leiðinlegt að
slíkt skyldi koma fyrir. Það er fyrst og
fremst leiðinlegt til afspurnar og í öðru
10 ^azzllaíií
lagi leiðinlegt vegna þess, að það var
kostnaðarsamt að fá þessa frægu menn
hingað og klúbburinn hafði alls ekki
efni á að borga allt það tap, er varð á
hljómleikunum, þó að honum muni ef
Hljómleikar lee
til vill takast að vinna það upp. Er því
óvíst að hann geti fengið hingað fleiri
erlenda jazzleikara eins og hann hefur
fullan hug á, þegar undirtektir jazz-
áhugamanna eru svo slæmar. En nokkuð
má um kenna slæmum undirbúningi,
sem reyndar aldrei gat verið betri, því
að ekki fékkst úr því skorið fyrr en
tveimur sólarhringum áður en menn-
irnir komu, hvort þeir mundu geta
komið.
Leikur þeirra Tyree og Lee á báðum
hljómleikunum og þó einkum hinum síð-
ari var mjög athyglisverður. Tyree er
afburðagóður trmbónleikari og einnig
er hann snjall vibrafónleikari. Tónn
hans á trombóninn er geysimikill og
tæknin eftir því. Sólóar hans voru allar
mjög skemmtilegar, leiknar í hinum
gamla og. góða stíl. Kom leikur hans
allur þeim, er á hlýddu í hið bezta skap.
Skal það fúslega viðurkennt, að hann
var maður kvöldsins — eða öllu heldur
maður beggja kvöldanna. Leikur Lee
fór að sumu leyti fyrir ofan garð og
neðan hjá mörgum. Lee heldur sér við
hinn svo kallaða Lennie Tristano stíl,
en með Tristano hefur hann mest spilað
undanfarið. Við hér á íslandi erum beint