Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Side 3

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Side 3
Tímarit Tónlistarfélagsins skapa grundvöll að aukinni frceðslu og skilningi manna á góðri tónlist í landinu. Kann ég enga ósk öetri blaðinu til handa en þá, að því megi auðnast að dreifa þoku vanþekkingar og hleypidóma, — að það megi verða í senn forvörður og leiðbeinandi í tónlistarmálum þjóðarinnar. Páll ísólfsson. W. HADOW: Um tónlist og tónlistaráheyrn Höfundur eftirfarandi greinar Sir William H. Hadow dr. mus. er frægur tónlistarfræðingur. Er greinin kafli úr formála að bók hans: „Music“, sem hann reit 1924 fyrir „Home University Liberary", Birtist greinin hér í lauslegri þýðingu. Hver mikilvæg tónsmíði og hvert andríkt skáldverk tala til áheyrandans í hlutfalli við' móttækileik hans. Eng- um hefir tekizt að kanna innstu leyndardóma Bachs og Beethovens — til þess að geta það þyrfti hann að vera sjálfur Bach og Beethoven —, en sérhver hlýðir á fúguna eða sónötuna eftir því, sem hann hefir eyru til. Einn finn- ur ekki annað' í þeim en tilgangslausan hávaða, öðrum finnst hann komast í ,,stemningu“ en ekki ekki meir, sá þriðji skynjar óljóst hina undursamlegu raddfærzlu eða byggingu verksins, en sá fjórði getur lesið það eins og vin- arkveðju með innilegri samúð og skilningi. Við hvert stig verður gleði áheyrandans fyllri, unaðssemdir tilfinninga og hughrifa göfgast, ummyndast og lyftast upp í æðri heim, þangað til „þetta ,óskiljanlega‘, ómælanlega mál“ flytur hann að takmörkum óendanleikans og býður hon- um nokkur augnablik að skygnazt inn fyrir þau. Þegar hér er komið skulum við athuga tvö atrið.. Annað þeirra er sú staðhæfing, að fyrir þá, sem ekki hafi hugsað sér að iðka tónlist alvarlega eða sem lífsstarf sé öll þessi þekking á eðli hennar óþörf. ,,Vér erum fullgóðir 3

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.