Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Side 4

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Side 4
Tímarit Tónlistarfélagsins eins og viö erum“ segja þeir, sem malda í móinn. „Vér njótum þess að hlýða á þá tegund tónlistar, sem oss fell- ur í geð, án þess að spyrja að því, hvernig bygging hennar sé háttað, vér öðlumst ánægjulegan stundarfjórðung og vér óskum einkis fremur. Það er að vísu satt, að oss leið- ast klassiskir höfundar, en oss skilst að til séu vissar teg- undir tónlistar, sem valda yður jafn mikilla leiðinda og virðist þar ekki hallast á.“ Eina svarið við þessu er að túlka það á öðru máli. Ef raunverulega eru til þeir menn, sem taka Tupper fram yfir Shakespeare, tréspíritus fram yfir portvín, fólk, sem heldur vill fiskinn úldinn og jarðar- berin lítil og óþroskuð, sem getur fullnægt fegurðarþörf sinni með því að virða fyrir sér skrípamynd, og þykir hundasúran fegursta blómið, ja — þá myndum vér vissu- lega skerða frjálsræði hlutaðeiganda ef vér reyndum að breyta viðhorfi þeirra. En ég trúi ekki að til sé slíkt fólk. í allri list má greina milli góðs og ills. Hvar skilur á milli er án efa óljóst, en mismunurinn kemur greinilega í ljós til endanna. Einasta ástæðan til þess, að fólk virðist frem- ur kjósa það, sem lélegt er, er sú, að það hefir ekki enn skilið hve miklu meiri ánægju hið góða getur veitt þeim. Það er gersamlega röng ályktun, að góð list sé ávalt ströng. Væri það sannarlega skoplegur gagnrýnandi, sem fyndi það ,,Falstaff“ til foráttu, að hann væri meinlætasamur. Hin mótbáran, sem miklu fastar er haldið fram, er sú, að ástundun tónlistar sé flókin og erfið, að hún krefjist ekki einung^s sérstakra hæfileika, heldur einnig langrar og strangar þjálfunar, sem sé allt annað en leikur. „Vér myndum kjósa“, segja sumir, „að vita meira um tónlist og vér vitum að vér myndum auðgast mikið við þá þekkingu, en vér erum störfum hlaðið fólk, og gætum ekki fundið tíma til þess, þótt vér værum vissir um hæfileika vora.“ Svarið við þessu er á þá leið, að tónlist, tekin sem bókmenntir, er engu erfiðari en hver önnur fræði- grein. Örðugleikarnir vaxa flestum í augum, bæði af van- þekkingu og vegna þess hve útlit margra kennslubóka er fráfælandi. Vafalaust er það stritsamt að komast langt sem tónskáld, söngvari eða hljóðfæraleikari, en það er 4

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.