Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Page 10

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Page 10
Tímarit Tónlistarf élagsins Maurice Ravel 1875 1937 Á síðastliðnu ári féllu tveir af höfðingjum franskrar tónlistar í valinn. í september: Albert Roussel (f. 1869) og rétt fyrir áramótin, (28. des.): Maurice Ravel. Ég minnist tónleika, sem Ravel hélt fyir nokkrum árum í Kaupmannahöfn. Hann kom þar fram sem hljóm- sveitarstjóri, píanóleikari og tónskáld í senn. Lítill vexti, hæruskotinn snyrtimannlegur, fágaður og látlaus í fram- komu. Á efnisskránni voru, auk verka eftir hann sjálfan, g moll Symfonía Mozarts, og minnist ég ekki betri túlk- unar á henni, en hún fékk hjá Ravel: hnitmiðuð, fáguð, lipur, og ilmandi. Og svo var sinnið sem skinnið. Hann var ósvikinn talsmaður franskrar menningar í list sinni; andríkur, kýminn, skarpskyggn, tilfinninganæmur, hófsam- ur og smekkvís. Hann átti í ríkum mæli það, sem Frakkar kalla „Esprit“. Hann var formsnillingur með afbrigöum, slípaði og fágaði form verka sinna unz engu var ofaukiö, allt var tært og dýrt. Leikur víða um verk hans svalur blær heiðstefnunnar og er engin furða þótt hann hafi stundum verið nefndur „Mozart Frakklands“. Hann er að 10

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.