Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Qupperneq 7
Tímarit Tónlistarf élagsins
sem talinn er í fremstu röð enskra píanóleikara og er auk
þess tónskáld, er hefir samið fjölda tónverka. Einnig lagði
hún stund á að kynnast aðferðum við tónlistarkennslu og
tónlistarlegt uppeldi. Margrét var meðal þeirra fyrstu, sem
tóku burtfararpróf við Tónlistarskólann hér, en stundaði
svo framhaldsnám við hann í tvo vetur áður en hún
fór utan. Nú hefir hún hug á aö komast út aftur eftir jól
til frekari fullkomnunar í píanóleik og undirbúnings undir
kennslustörf. Er vonandi að henni takist það, því mikils
má af henni vænta í þeim efnum. vegna ótvíræðra hæfi-
leika og áhuga fyrir að afla sér sem beztrar menntunar.
Dr. Franz Mixa
hefir nú látið af störfum
við Tónlistarskólann og
horfið aftur heim til ætt-
lands síns. Dr. Mixa kom
fyrst hingað til að starfa
að undirbúningi tónlistar-
flutnings á Alþingishátíð-
inni 1930 og hefir dvalið
hér alla vetur síðan, að
einum undanteknum, Þeg-
ar Tónlistarskólinn var
settur á stofn, var hann
ráðinn kennari í píanóleik
og hljómfræöi við hann og
einnig til að æfa og stjórna
hljómsveitinni. Varð hann
brátt vinsæll meðal nem-
enda sinna og annarra er við þessi störf voru riðnir. Hljóm-
fræði vill sennilega verða hjá mörgum kennurum þurr
og strembin námsgrein, sem nemandinn kærir sig lítið
um til lengdar, en hjá dr. Mixa varð hún lifandi og aö-
55