Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Page 8

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Page 8
Tímarit Tónlistarfélagsins laðandi. Hann átti þátt í að skapa nýtt viðhorf gagnvart þessari fræðigrein, sem er svo sorglega vanrækt hér af flestum, er við tónlist — og jafnvel tónsmíðar — fást. Meðal almennings varð Dr. Mixa kunnastur af þeim mikla þætti, sem hann átti í því, að fært var að ráðast í að sýna hina vinsælu söngleiki, er fengið hafa hinar ágætustu viðtökur. Má sérstaklega nefna hinn fyrsta, Meyjaskemmuna, sem þótti með afbrigðum skemmtileg- ur og var nýjung á því sviði. Öll byrjun er erfið, og má það vera augljóst, að það var mikið dugnaði hljómsveitar- stjórans að þakka, að svo góður árangur náðist, sem raun varð á. Áhrifin af þessari starfsemi eru meðal annars þau, að nú mun ekki þýða að setja hér söngleik á svið, ef hljóð- færaleikurinn er fyrir neðan það mark, er reynslan hefir sýnt, að hægt er að ná. Það er skiljanlegt, að þeim mönnum, sem hingað koma sunnan úr álfu og hafa numið þar og kynnzt því bezta í iðandi straum lifandi tónlistalífs, bregði við eitt og annað hér norður frá, þar sem skaplyndi og skilyrði til starfa eru með öðrum hætti. Að hve miklu leyti þetta á við Dr. Mixa, get ég ekki sagt um, til þess þekkti ég hann of lítið og alls ekkert hin síðari ár, en þessu má ekki gleyma, er meta skal störf slíkra manna hér. Þó hygg ég, að hann hafi fljótt gert sér grein fyrir ýmsum þeim orsökum, er til þess liggja, að „vort ferðalag gengur svo grátlega seint“ — á sviði tónlistarinnar. Tónlistarfélagið þakkar honum fyrir unnin störf og óskar honum góðs gengis í framtíðinni. 56

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.