Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Page 15
Tímarit Tónlistarfélagsins
Norræna tónlistarhátíðin
Dagana 3.—10. september s. 1. var haldin tónlistarhátíð
í Kaupmannahöfn og tóku allar norrænu þjóö'irnar fimm
þátt í henni. Slíkar hátiðir hafa verið haldnar sjö sinnum
áður, fyrst árið 1888, svo þetta var hálfrar aldar afmæli
þessara hátíða. Þessi hátíð nú var sögulegur viðburður
fyrir okkur íslendinga, þar sem við vorum nú þátttakendur
í fyrsta skipti og fyllilega jafnfætis hinum þjóðunum.
Hver þjóð annaðist einn hljómleik, þar sem aðallega voru
flutt verk fyrir stóra hljómsveit, en þó einnig söngvar og
einleikar með hljómsveit, og var okkur sýndur sá‘ heiður
að byrja hátíðina með íslenzka hljómleiknum. Auk þessara
hljómleika voru haldnir tveir kammermúsík-hljómleikar
og tveir kirkjuhljómleikar, og tóku þjóðirnar jöfnum hönd-
um þátt í þeim.
Sú var ætlunin, að útvarpið hér endurvarpaði aðal-
hljómleikunum og hefði það oröið fróðlegt, ef vel hefði
tekizt, en því miður reyndist alls ekki hægt að endurvarpa,
vegna óvenjumikilla truflana. Við, sem heima sátum, höf-
um því fátt af þessum fagnaði að segja, en þó getur varla
hjá því farið, að ýmsar hugsanir vakni við slíkt tækifæri,
um tónlistarmál vor og framtíð þeirra. Vonandi hefir
þessi hátíð einhver áhrif i þá átt, að koma þeim á betri
rekspöl og glæða áhuga þeirra, sem annt er um að svo
verði. Einnig mætti gera sér vonir um,að þetta verði örvun
fyrir þá, er við tónsmíðar fást, eða finna köllun hjá sér
til þess. Það er tæplega hægt að búast við því, að tónskáld-
in endist til að skrifa tónverk, sem verða þeim örlögum
háð, að liggja óhreyfð árum saman, þótt alltaf finnist
einhverjir, sem ekki geta stillt sig um aö yrkja, þótt það
verði þeim hvorki til lofs né frægðar, vegna vöntunar á
tækifærum til aö kynna verkin öllum almenningi. En þeg-
ar svo er ástatt er ekki við því að búast, aö um miklar
framfarir sé að ræða og á það ekki síður við þá sem yrkja
í tónum en þau skáld, er iðka orðsins list. Þegar á það
er litið, að þau íslenzk tónskáld, er komiö hefir til hugar
63