Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Side 16
Tímarit T ó n 1 i s t a r f é I a g s i n s
að semja verk fyrir hljómsveit eða kammermúsik, hafa
ekki átt þess kost að koma slíkum verkum á framfæri hér
heima, má það vera nokkurt undrunarefni, að til hafi
verið nægilegt efni til þátttöku í slíkri hátíð, sem þessari.
Meðan ekki er til sæmilega fullkomin hljómsveit hér í
höfuðborginni, er ekki hægt að gera sér vonir um mikil
afköst íslenzkra tónskálda hvað stærri tónsmíðar snertir.
En það væri heldur ekki nægilegt, að slík hljómsveit væri
starfandi, nema hún hefði tilverurétt, þannig, að starfi
hennar væri sá sómi sýndur af öllum almenningi, sem
nauðsynlegur væri, en um það mun sennilega óþarfi að
efast. Þetta málefni þyrfti að vera komiö á betri rekspöl
áður en næst kemur að þátttöku íslenzkra tónskálda í
norrænni tónlistarhátíð, svo jafnaöur væri mesti aðstöðu-
munur þeirra við erlendu tónskáldin.
Á íslenzka aðalhljómleiknum í Kaupmannahöfn voru
flutt hljómsveitarverk eftir Jón Leifs, Pál* ísólfsson og
Sigurð Þórðarson, undir stjórn tveggja hinna fyrnefndu.
Ennfremur þrjú þjóðlög í raddfærslu Karls Ó. Runólfs-
sonar og þjóðlag eftir Sigfús Einarsson, en raddfært af
dönskum manni. Auk þess þrjú sönglög eftir Þórarinn
Jónsson, Markús Kristjánsson og Sigfús Einarsson, sungin
af Maríu Markan. Á kammermúsik-hljómleikunum sungu
þau Stefán Guðmundsson og Elsa Sigfúss hvort um sig
nokkur lög og loks lék Haraldur Sigurðsson Sónötu eftir
Hallgrím Helgason.
Því miður hefi ég ekki séð nema ummæli tveggja danskra
blaða og hættir öðru þeirra yfirleitt við að birta nokkuð
stranga dóma. Þvi verður ekki neitað, að sumt af því, sem
skrifað var um íslenzku tónsmíðarnar, hafi verði fjarri því
að vera lofsamlegt, en ekki er ætlunin að rekja það hér.
Það er ánægjulegt að vera boðinn til hátíðar, en nauðsyn-
legt er að vera vel undir slík boö búinn. Bezti undirbún-
ingurinn er sá, að vinna að bættum skilyrðum fyrir þróun
lifandi tónlistar og almennri tónlistarmenningu.
64