Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1941, Side 2

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1941, Side 2
Tímarit Tónlistarf élagsiná halda hverja hljómleikana á fætur öðrum hér í Dómkirkj- unni, og vakti leikur hans þá þegar þá hrifningu, að vart var um annað meira rætt, en þennan unga snilling. Menn höfðu almennt ekki gert sér í hugarlund hér, að hægt væri að framleiða slíka músík á orgel, — og allra sizt á gamla dómkirkjuorgelið, sem var hreinasti gallagripur að mörgu leyti. En við þetta hljóðfæri varð Páll samt að una enn um tiu ára skeið, eða þar til nýja Fríkirkjuorgelið var byggt. Enda þótt Páll byrjaði þegar að iðka tónlist á unga aldri, var það ekki fyrr en tiltölulega seint, að hann fór að helga henni alla krafta sína. Hann var fæddur á Stokkseyri 12. okt. 1893, en fluttist hingað til Reykjavíkur með föður sínum um fermingaraldur. Hér tóku fljótt margir músík- menn eftir þeim óvenjulegu gáfum, sem pilturinn bjó yfir, en ékki var að gert, og tók Páll að stunda prentiðn um nokkurra ára skeið. Föðurbróðir Páls, Jón Pálsson, banka- féhirðir, var einn þeirra manna, sem álitu, að slíkar gáfur mættu ekki fara til ónýtis, og leitaði hann ráða hjá kunn- ingja sínum einum í Þýzkalandi, hvort ekki mundi tiltæki- legt að senda Pál til náms þangað. Kunningi þessi ráðlagði Jóni að koma Páli til orgelsnillingsins Karl Straube í Leip- zig, og bauðst Jón nú til þess að kosta frænda sinn til náms þar svo lengi sem hann vildi. Var því boði tekið fegins hendi, því að Páll þráði ekkert heitar, en efni hans né föður hans hins vegar ekki þau, að slíkt gæti komið til mála. Er til Leipzig kom (haustið 1913), var Páli sagt, að hann mundi ekki nógu langt á veg kominn, til þess að geta orðið nemandi Straubes, og honum ráðlagt, að leita fyrst til annars minni háttar kennara. En sá reyndist þó ekki lægri í loftinu en svo, að þegar hann heyrði, að Páll hefði ekki enn stúdérað allt „Wohltemperirtes Klavier“ eftir Bach spjaldanna á milli, neitaði hann með öllu að taka slíkan 2

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.