Jazz - 01.03.1947, Síða 4

Jazz - 01.03.1947, Síða 4
hafa á hinn hvíta jazz er enn ekki hægt að segja um, en hún lítur út fyrir að valda byltingu bæði á útsetningunni og hljómsveit- arsamsetningunni. Mikill hluti af útsetning- um Woody’s eru hinar svo nefndu „Head Arrangements", þ. e. a. s. að útsetningarnar verða til í höfði hljómlistarmannanna. Negrahljómsveitirnar og sérstaklega hljóm- sveit Ellingtons og Basie nota þessa aðferð, en það er nýtt að hvftar hljómsveitir noti hana. Utsetjari hljómsveitarinnar er hinn 23 ára pínóleikari, Ralph Burns, einn af færustu út- setjurum Bandaríkjanna. Hann fer sínar eig- in götur, en játar að hann sé mikið undir áhrifum Stravinskys og Ravels, bæði sem tón- skáld og útsetjari. Af jazzhljómsveitum heldur hann mest upp á Duke Ellington. Útsetningar hans eru alltaf sérkennilegar, og hann biðlar ekki til áheyrenda með hinum svo nefndu „Cheap Arrangements", og þar af leiðir að hljóm- sveit Woody’s er í sérflokki. Hljómsveit Woody’s er í dag: 5 saxófónar (sex þegar Woody spilar með) 4 trompetar, 3 trombónar, píanó, bassi og tromma auk söngkonunnar Frances Wayne. Hljómsveitarmeðlimirnir eru allir um tvít- ugt og það hlýtur að vekja undrun, hve góða „teknik“ þeir hafa. Þeir hafa allir full- komna stjórn á hljóðfærum sínum en þeir nota aldrei „teknik“ sína til smekklausra „akróbatiskra“ sólóa, eins og mörgum dug- legum hljómlistarmönnum hættir til, svo sem Harry James. Stravinsky hefur fullgert fyrstu hljómkviðu sína fyrir jazzhljómsveit og heitir hún „Ebony hljómkviðan“ og er tileinkuð hljómsveit Woody’s, er spilaði hana í Carnegie Hall i New York, þar sem jazzinn fær sjaldan að- gang. 4 jazz

x

Jazz

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.