Jazz - 01.05.1947, Side 4
\
Kristjánsson með 251 atkv. og var það hæsta
atkvæðatala er nokkur einstaklingur fékk.
Nr. 2 var kjörinn Trausti O Thorberg með
125 atkv. og nr 3 Ólafur G. Þórhallsson með
88 atkv.
Hezti píanóleikarinn var kjörinn Carl Bill-
ich með 237 atkv., nr. 2 var kjörinn Baldur
Kristjánsson með 148 atkv. og nr. 3 og 4
þeir Aage Lorange og Arni Isleifs með 70
atkv. hvor.
Auk þess fengu þeir Henry Rassmus og
Steinþór Steingrímsson atkvæði.
Bezti kontrabassisti var kjörinn Bjarni Böð-
vars með 97 atkv., nr. 2 varð Þórhallur
Stefánsson með 71 atkv. og nr. 3 Einar B.
Waage, er hlaut 65 atkvæði. Auk þess fékk
Baldur Böðvars atkvæði.
Bezti trommuleikarinn var kjörinn Guð-
mundur R. Einarsson með 193 atkv., nr 2
var kjörinn Jóhannes Eggertsson með 128
atkv. og nr. 3 var kjörinn Þorsteinn Eiríksson
með 74 atkv. Auk þess fengu þeir Poul Bern-
burg, Karl Karlsson og Höskuldur Stefáns-
son atkvæði.
Bezti útsetjarinn var kjörinn Carl Billich
með 88 atkv., nr. 2 varð Gunnar Egils með
57 atkv. og nr. 3 var kjörinn Árni ísleifs
með 36 atkvæðum. Einnig fengu atkvæði
þeir Bjarni Böðvars, Aage Lorange og Björn
R. Einarsson.
Bezti söngvarinn var kjörinn Björn R.
Einarsson með 105 atkv., nr. 2 var kjörinn
Alfred Clausen með 78 atkv. og nr. 3 var
kjörinn Skafti Ólafsson með 60 atkv. Auk
|>ess fengu atkvæði þeir Sigurður Ólafsson,
Kjartan Runólfsson og Haukur Morthenz.
Bezta söngkonan var kjörin Bína Stefáns
með 71 atkv., nr. 2 var kjörinn Sigrún Jóns-
dóttir með 57 atkv. og nr. 3 voru kjörnar
Hansens-systur með 16 atkv.
I kosningunni um söngvarana var þátttak-
an áberandi lítil og er það einkennilegt með
MOLAR
37 ára gamall hljómsveitarstj. og söngvari,
Louis Jordan, hefur verið lagður inn á sjúkra-
hús í Californiu með áverka eftir hníf. Kona
hans hefur verið handtekin en það er hin 37
ára gamla Flesci Ernestine Jordan. Hún cr
sökuð um að hafa beitt hníf með morð í huga.
Nýtt tríó í líkingu við King Cole tríóið
hefur náð geysi-vinsældum ! Bandaríkjunum.
Það er kallað „The Martins" og er þannig
skipað: Lana Haymes besti kvensaxófónleik-
ari Bandaríkjanna, hún er einnig söngvari,
maður hennar, Mark Hyams, leikur á píanó
og A1 Balmonte á bassa. Söngur Lönu hefur
gert tríóið geysi-vinsælt.
Benny Coodman hefur gert samning við
Capitol liljómplötufélagið á vesturströndinni
um að leika inn á plötur fyrir það. Forstjóri
félagsins er Johnny Mercer.
Nýr quintett. Árni Isleifs hefur nú hætt leik
sínum með sextett Björns R. Einarssonar og
hefur stofnað quintett undir nafninu Quin-
tett Arna Isleifssonar. Quintettinn er þannig
svo mikilli söngþjóð sem íslendingar eru og
það er áreiðanlegt að það eru margir, er geta
sungið jazz en hafa ekki haft tækifæri til að
koma fram, vegna þess að hljómsveitirnar
hafa ekkert lagt upp úr því að hafa söng með
en við vonum að þetta muni lagast því að
það mun stuðla að útbreiðslu jazzins að mikl-
um mun.
4 JAZZ