Jazz - 01.05.1947, Page 10

Jazz - 01.05.1947, Page 10
Þessi m ynd er af \venhl]ómsveit Blanche Colman. getu kvenfólksins til að leika jazz, svarar Blanche, — en ég get dæmt um það, að kven- fólk er ekki síður fúst til að leggja að sér við æfingar en karlmennirnir, og auk þess eru stúlkur mun vandvirkari og nákvæmari en karlmenn eru oft á tíðum, og ég er viss um það, að konur eiga eftir að komast hátt á himni Jazzins, er tímar líða fram. Um leið og tíðindamaður blaðsins kvaddi Blanche, lét hún í ljósi ósk um um að kynn- ast íslenzkum kven-jazzleikurum, og kom- um við því hér með til hlutaðeigenda. Hljómsveit Blanche Colmans er tvímæla- laust stærsta hljómsveitin, sem í eru aðeins stúlkur, sem ti) er í Evrópu. Einnig er hljóm- sveitin fyrsta kvenhljómsveitin, sem leikið hefur í sjónvarp. Það hefur aukizt nú á seinni tímum, að konur hafi leikið jazz og hafa margar náð miklum dugnaði, og aflað sér frægðar á þeim vetvangi Má t. d. nefna Ifillie Rogers (trompet), er lék lengi með Woodie Herman svo má og nefna saxófónleikarann Lana Hyams, sem er aðalstjarnan í „The Martins“, er um getur á öðrum stað í blaðinu. Einnar stúlku ennþá má geta og er það hin töfrandi Ivy Bentson, er hafði um tíma stóra kvenhljómsveit, varð að hætta vegna veikinda, en er byrjuð aftur. Ivy hefur ferðast um flest lönd með hljómsveit sína, og hlaut geysivinsældir, tíðindamaður Jazz í Englandi mun reyna að hafa viðtal við Ivy fyrir næsta tölublað Jazz. 10 JAZZ

x

Jazz

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.