Jazz - 01.05.1947, Side 11

Jazz - 01.05.1947, Side 11
Hann gat þyí miður ekki komið Allir jazzunnendur hafa orðið fyrir mikl- um vonbrigðum við það að Joe Daniels gat ekki komið, og er það að vonum, þvi að það hefði orðið einstæður viðburður í sögu hins íslenzka jazzlífs. Þann 22. apríl hringdi Joe Daniels til Jazz- klúbbsins og sagði að Eric Langdon trompet- istinn í hljómsveit Daniels gæti ekki komið vegna veikinda, en Daniels tókst að ráða þekktann trompetista í hans stað en 27. s. m. barst skeyti frá Daniels og fer það hér á eftir: „Get ekki komið, tveir veikir í hljómsveit- inni, bréf fylgir“. Þremur dögum seinna barst bréf Daniels og var á þá leið, að þann 26. hafi guitarleik- arinn Allan Medcalf orðið veikur af nýrna- sjúkdómi, er hann hafi þjáðst af lengi og til- kynntu foreldrar hans Daniels að hann gæti ekki tekið þátt í Islandsförinni. Tveimur tímum seinna barst Daniels frétt um að kona Billy Amstell clarinettistans hafi orðið veik af barnsförum og hafi læknirinn bannað honum að yfirgefa London minnsta kosti fyrst um sinn. Joe Daniels er að vonum mjög leiður vfir að geta ekki komið til Islands að sinni, en strax og eitthvað lagast mun hann koma. I bréfi sínu segir Joe að þetta sé í fyrsta sinn að hljómsveit hans hafi ekki getað staðið staðið við skuldbindingar og í fyrsta sinn síðan hann byrjaði að leika á hljóðfa’ri að hann hefur ekki staðið við loforð sitt. JAZZ 1 1

x

Jazz

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.