Jazz - 01.11.1947, Blaðsíða 6
Kvikjnyndaleikarinn.
mótleg sú hljómlist var, sem Harry bauð upp
/
a.
Aftur á móti lék hljómsveitin ágætlega
„Baseball“ og fyrirgafst Harry þá margt, sem
öðrum hefði ekki verið fyrirgefið.
En þessu skulum við gleyma og líta heldur
á hljómsveit Harrys eins og hún er nú: blás-
arar, Vido Musso, Dave Matthews, Claude
Lakey, Ralph Hawkins og að líkindum Willie
Smith, og Corky Corcoran, einnig Ziggy
Elmer trombon og Buddy Combine tromm-
ur.
Bandaríkjamenn vonast eftir miklu af
Harry og spá honum fyrsta sæti í kosnmg-
unum næsta ár.
Nú skulum við snúa okkur að „mannin
um“ Harry James.
Harry er sex feta hár og óg 175 pund (-þ
viðbætir = 250) og hefir lítið yfirvaraiskegg
sem konu hans, Betty Grable, finnst „agalega
sætt' (very cute) samkv. amerískum blöðum,
já, þið vitið auðvitað að Harry er giftur
Betty Grable leikkonunni frægu, og hefir hún
ekki skilið við hann ennþá og vekur það mikla
furðu í Hollywood.
Harry hefir leikið í mörgum kvikmynd-
um t. d. Two Girls and A Sailor, Private
Buckaroo og Springtime In The Rockies.
Konan.
Vonandi heldur Harry James áfram á þeirri
braut, sem hann hefir nú lagt inn á, því hann
hefir hæfileikana, en hann hefir aðeins vantað
viljan til að hætta við hina leiðinlegu jazz-
kammermúsik.
Harry er nú kominn í hóp sannra jazz-
leikar og fagna jazzleikarar um allan heim
því og bjóða hann áreiðanlega velkominn.
KOSNlNG beztu jazzleikara ársins 1947
stendur nú yfir hjá „Down Beat“ og
berast atkvæðaseðlar víða að, og er taln
ing hafin. Eftir síðustu fréttum að dæma
hefir orðið allmikil röskun á sætaskipsn
hljómsveitanna og eru fyrstu hljómsveit-
irnar taldar vera: 1. Stan Kenton, 2. Ray
McKinley, 3. Duke Ellington, en Woody
Herman er talinn verða nr. 8 eða 10 og
Harry James eitthvað þar í kring, og
kom þetta á óvart.
Fullnaðartölur eru þó ekki fyrir hendi,
svo þetta getur breyzt eitthvað.
6 JAZZ