Jazz - 01.11.1947, Blaðsíða 7

Jazz - 01.11.1947, Blaðsíða 7
SVAVAR GESTS : Fréttir og fleira Oscar Petersen heitir tvítugur píanisti í Canada. Hann leikur í hljómsveit Johnny Holmes, en hún er eingöngu skipuð hvítum mönnum að undanskildum Oscari. (Hljóm- sveit Holmes er sú bezta í Canada). Oscar er talinn einstaklega góður og mun ekki líða á löngu þar til honum verður skipað á bekk með þeim Teddy Wilson og Art Tatum. Honum hafa borizt mörg glæsileg tilboð um stöðu í amerískum ljómsveitum (m. a. Jimmy heitinn Lunceford) en hann hefur til þessa kosið að dveljast áfram hjá Holmes enda eru þeir tengdir sterkum vináttuböndum. — Er blaðið var að fara í prentun kom sú fregn að Oscar væri nýbúinn að stofna hljómsveit. Beryl Davis er ensk söngkona, sem á þessu ári kom til U.S.A. Hún er sögð syngja af- burða vel. Hún söng með danshljómsveit í heimalandi sínu meðal annars með her-hljóm- sveit Glenn Miller, er hún var í Englandi. Woody Hennan hefur nú aftur stofnað hljómsveit, en hann hefur haldið kyrru fyrir í tæpt ár. Hljóðfæraskipun nýju hljómsveitar- arinnar er sú sama og í þeirri gömlu, þ. e. a. s. 5 saxar, 4 trombónar, 5 trompettar, 4 rhythm ar og vibraf. Hann er með örfáa sinna gömlu leikara og eru þeir helztu Don Lamond á trommur, Sam Morowits altó og Serge Chal- off bariton-sax, Fred Otis leikur á píanóið, Ralph Burns er útsetjarinn og Jery Ney, sem er söngkona hljómsveitarinnar leikur einnig á vibrafóninn. Trompetleikararnir Pete Can- doli og Conrad Gozzo, sem áður voru með Woody eru nú hjá Tex Beneke. Ferðasaga. Það hefur gengið hálf skrikkj- ótt undanfarið fyrir Ray Baudauc, trommar- anum, sem var í hinni skemmtilegu Dixieland hljómsveit Ifob Crosby á árunum 1935—42, en þá fór hann í herinn og var þar til 1945. Er hann kom úr hernum stofnaði hann eigin hljómsveit, sem hann var með í nokkra mán- uði. Svo þegar Alvin Stoller hætti hjá T. Dorsey fór Ray þangað, en honum iíkaði ekki við Dorsey og Dorsey ekki við hann svo hann var þar ekki nema viku. Hann hélt því áfram með sína litlu hljómsveit, en í janúar í ár fór hann til síns gamla „hús- bónda“ Bob Crosby, sem þá var með ekki of góða hljómsveit og eftir að hafa verið þar í ekki of langan tíma, stofnaði Ray aftur smá- hljómsveit, sem hann var með, er síðats frétt- ist. Hvað gerist næst er huldum háð. Happy Birthday: Er King Cole tríóið hélt upp á tíu ára afmæli sitt fyrir stuttu, gerðust þau tíðindi að guitaristinn Oscar Moore, er leikið hefur í tríóinu allt frá stofnun þess, hætti. Irving Ashby tók sæti Oscars, en hann er þekktur guitaristi í Calif. og hefur leikið með Lionel Hampton og fleiri frægum hljóm- sveitum. Carrie Jacobs Band og Charles Wakefield Cadman, sem saman hafa búið til mörg af vinsælustu danslögum síðari ára, dóu með 24 stunda millibili í sumar, í California. Leiðrétting. Eg sagði í síðasta blaði að Stan Kenton hljómsveitin yrði áfram óbreytt, en Framhald á bls■ 13. JAZZ 7

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.