Jazz - 01.11.1947, Blaðsíða 13
Jelly-Roll Morton
Jelly-Roll Morton.
Píanóið á vinsældum sínum mikið að þakka
Jelly-Roll Morton eða Jelly Lord eins og
hann kallaði sig.
Morton er sérstæður að því leyti að hann
hélt miklum vinsældum frá árinu 1902 allt
til ársins 1940, en það ár dó hann.
Svo heppilega vill til að við höfum tæki-
færi til að hlusta á leik Mortons af plötum
og má sjá hvílíkur listamaður hann var.
En Morton vissi vel af því, og 1936 skrifaði
hann Robert Ripley hinum fræga jazzgagn-
rýnanda bréf og sagði þar m. a. „Eg hefi
fundið jazzinn upp án allrar hjálpar og und-
irskriftin var Jelly—Roll—Morton.
Uppfindingamaður jazzins og mesti jazz-
lagahöfundur heimsins“.
A þessu má sjá að lítillætið var ekki aðals-
merki Mortons, en það rýrir þó ekki gildi
hans sem listamanns.
Annar mikill píanóleikari var þá uppi um
sama tíma og var það Tony Jackson og lék
hann aðallega „Rags“, er hann lék með stíl,
er Morton og fleiri notuðu sér og líktu eftir.
Frh.
FRÉTTIR OG FLEIRA framhald af bls. 7
svo er ekki. Það stóð þó til að allir sömu
menn kæmu aftur, en úr því gat ekki orðið
þar eð þeir voru ráðnir hingað og þangað og
gátu ekki fengið sig lausa. Hljómsveitin er
þrátt fyrir það engu lakari en hún var áður
og er það mikið að þakka rhythmanum, en
hann skipa Kenton á píanóið, Ed Safranski
á bassa og Shelly Manne á trommur, en þeir
voru báðir í gömlu hljómsveitinni. Auk
þess var bætt við rhythmann suður-amerískum
guitarleikara (hann lék eingöngu konsert-
músik áður) sem er óviðjafnanlegur og svo
Bongos spilara. (Bongos er tvær litlar tromm-
ur, sem slegið er á með fingrunum og hafa
þær hingað til aðeins verið notaðar í rhumba
hljómsveitum).
52. Strœti. Nýstofnað be-bop tríó hefur
vikið talsverða athygli á strætinu í haust.
Barbara Carrol er stjórnandi þess og leikur á
píanóið. (Hún lék áður eingöngu klassik, en
er nú sannur be-bopisti). Clyde Lombardi
leikur á bassann, en hann var áður með Good-
man og Red Norvo. Chuck Wayne leikur
svo á guitarinn og semur og útsetur fyrir
tríóið. Hann var áður með Herman. Þeir
Gillespie, C. Parker og Howard McGee hafa
ennfremur verið á strætinu undanfarið. Fyrir
nokkrum vikum var haldinn konsert í Car-
negie Hall, þar sem þeir Gillespie og Parker
voru aðalstjörnurnar auk Ellu Fitzgerald.
Nýstofnaðar hljómsveitir. Tenór-sax-leikar-
inn Georgie Auld er með nýja ltljómsveit,
sem í eru níu menn. — Annar tenór-leikari,
Arnette Cobsb, er lengi var með Hampton,
hefur stofnað smáhljómsveit, sem er „stórfín“.
— Red Nichols er aftur kominn í umferð
með „the five pennies" og er hinn fyrrver-
andi Goodman-trombónleikari, Lou McGarr-
JAZZ 13