Jazz - 01.11.1947, Blaðsíða 16

Jazz - 01.11.1947, Blaðsíða 16
S v av ar G e s t s „Elsku bróðir" Um daginn er ég kom í Breiðfirðingabúð og heyrði bræðurna Guðmund og Björn leika fór ég að hugsa um hvað það væri nú annars margir bræður, er frægð hefðu hlotið sem j azz-hljóðfæraleikarar. Hripaði ég svo nokkur nöfn niður á bakið á gömlum bíómiða, og svo er heim kom hnýtti ég allt saman og er eftirfarandi grein útkoman. Annars má vera að hún sé nokkuð bragðdauf, þar sem hún er eiginlega ekkert annað en nafnaupptalningar, en þó held ég að margt nýtt komi í ljós, sem þú hafðir ekki hugmynd um áður, svo þú skalt lesa áfram. Sagan segir að í lúðrasveitum New Orleans borgar hafi menn fyrst tekið til að leika jazz og má þar undir eins finna eina bræður, Tio- bræðurna, er stjórnuðu einni slíkri um síðustu aldamót. — Bræðurnir Bill Johnson, sem fyrstur manna lék jazz á kontrabassa og Dink er lék á klarinett, voru báðir meðlimir „The Original Creole Band“ á árunum 1913—18. — Trombónistinn Honore Dutray, sem lék m. a. með King Oliver og Louis Armstrong átti klarinettleikarann Sam fyrir bróðir, en hann lék líka með Armstrong og þá í hinni þekktu hljómsveit Fate Marable, sem lék á fljótabátum á ánni Mississippi. — Johnny Dodds hét clarinettleikari, sem dó 1940, hann var einn af frægustu klarinettleikurum, sem uppi hafa verið. Lék m. a. með K. Oliver, Armstrong og svo hafði hann eigin hljóm- sveit. Bróðir hans Baby er enn á lífi og leikur hann á trommur. Hinir þekktu trommarar Krupa, D. Tough og G. Wettling eru allir sagðir hafa orðið fyrir áhrifum frá honum, enda er hann fyrsti trommarinn, sem sögur fara af, er eitthvað gat. — Um 1910—15 byrj- uðu þrír bræður að að leika. Leonard á trom- bón, Joe á guitar og Sidney á klarinett. Af tveim þeim fyrri hefur lítið heyrzt um síðan, en sá þriðji er okkur öllum kunnur sem hinn frægi sópransaxófón og klarinettleikari Sidney Bechet. — Nokkrum árum síðar fóru aðrir þrír bræður af stað, er báru ættarnafnið Brunies. Þeir byrjuðu allir með sama hljóð- færið, cornet. Richard var sá fyrsti. Um hann hefur lítið heyrzt og sennilegt að hann hafi hætt að leika, eða þá bara dáið. Abbie, sá tiæsti varð þekklur sem cornetleikari og hljóm sveitarstjóri. Mig langar að skjóta því hér inn í, að Leon Rappollo lék m. a. í hljóm- sveit hans. Saga Leon er hálfgerð raunasaga. Foreldrar hans voru ítalir, sem settust að í New Orleans. Faðir hans var músik-prófessor og lék á clarinett. Afi hans var frægur (auð- vitað klassiskur) klarinettleikari á Italíu. Þeg- ar Leon var tíu ára lét faðir hans hann fara að læra á fiðlu, en snáðinn sá brátt að ekki var hægt að ganga með hana í hinum frægu New Orleans skrúðgöngum, svo það var ekki Frh. TÍMARITIÐ JAZZ Utgefandi Hljóðfæraverzl. Drangey Ritstjóri Tage Ammendrup Afgreiðsla Laugaveg 58 Símar: Auglýsingar og ritstjórn 3311 Afgreiðsla 3896 ALbÝÐUPRENTSMIÐJAN H F 16 JAZZ

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.