Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Blaðsíða 3
Loftur Guðmundsson: LOKSKVÆÐI ÚR ÓÖLDINNI OKKAR Önnur varS gullöld okkur skömm, enn þótt höngum á kili, mörgum í óhóís brotsjó beið braskvolk og aldurtili, Svindlarar lyítast og lækka skjótt líkt eins og fluga á þili, skjögrar þar ein með skattasekk að skortsins heldimma gili. Þverbrostið rambar þjóðarbjarg í þrábyl sundrungaveðra, óreiðuskaflar skella að rót, skrambi er hann svalur héðra; iðkuð er þar á efstu brún íþrótt staurblankra feðra; leitað samninga um lengdan frest við ljóta karlinn þar neðra. AS Hærings eilífðar hafnarvist hæðist nú djúpið kalda; heyrist ei lengur hrokans raust hrós þeim karlæga gjalda; Holmens fabrikku flím og spé færa þau, Hlér og Alda; Fullsterk þeir sveifla seint á stall, sem ei Amlóða valda. Undir líkkistuloksins hvilft litgeislum björtum statar. Þorgeirsboli með blóðga há blimskakkar glyrnu á Svavar; við kúnstnaralýðsins klíkuráð kænlega Valtýr skrafar, meðan Jónasi þjarmar þögn þeirrar sjálfteknu grafar. Öðrum tekur vart upp að hnjám útvarpsfriðrofinn kargi; aðrir sig teygja á æðri svið upp úr því leiða þvargi; býsn eru meðan biti og súð bila ekki undir fargi þar sem á Hlíðdals hljóðu vé hlaðið var Látabjargi. lðnó og herleg Háborg vor heilla mig til sín löngum, þar sem baktjaldabrimsins sog brestur á sviðsins töngum. Guðlaugs og Vilhjálms glæsivé glymja af óperusöngum meðan þungbúinn Þorsteinn Ö. þraukar hjá Tjarnardröngum. Rís við algróin Austurvöll útmáluð beinahöllin, teygir sinn gráa turn við ský, tíð eru breyskra föllin, taklétt er svallsins hverfihurð heyrast að innan sköllin; mörg er þar kvinnan kókavígð, komin í mix við tröllin. ÚTVARPSTÍÐINDI 3

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.