Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Qupperneq 4
Hóiíit
med hflus-
kúpuiwi'
EINHVER dvrasta bókin í heimi er
J
utgáfa af verkum rómverska skáldsins
Hórazar. Árið 1574 var bókin prentuð í
Leyden á Hollandi, þegar Spánverjar
sátu um borgina. Hver prentarinn af öðr-
um varð að fórna lífi sínu á múrum borg-
arinnar, og blýið úr prentsmiðjunni var
tekið til kúlugerðar. En yfirprentarinn,
sem loks var einn eftir í prentsmiðjunni,
gerði sitt ýtrasta til að fá lokið prentun
bókarinnar. Hann hafði síðast dregið
undan svo marga stafi,, að hann með
naumindum gat sett titilblaðið. En fyrsta
örk bókarinnar er jafnan prentuð síðast.
Undir staðarnafnið Leyden og árið 1574,
setti hann litla mynd af hauskúpu. Geng-
ur útgáfan síðan undir nafninu: „Hóraz
með hauskúpunni". Þegar hann hafði
prentað fáein eintök af titilblaðinu, þverr-
uðu kraftar hans og hann dó við starf
sitt. — Á sama degi hljómuðu kirkju-
klukkurnar í Leyden yfir frelsi borgar-
innar.
Til minningar um yfirprentarann voru
prentuð 99 eintök af titilblaðinu með
hauskúpunni, en hitt upplagið án hennar.
— „Hóraz með hauskúpunni" Varð þeg-
ar mjög fágæt bók. Hún gekk aðeins milli
höfðingja sem gjöf og er nú aðeins til á
konunglegu bókasöfnunum í Danmörku,
Svíþjóð, Noregi og Englandi. Oslóar-ein-
takið er að því leyti merkilegra en liin,
að Gústaf Adolf hafði það alltaf með sér
í tjaldi sínu á herferðum sínum.
Hátt gnæiir Sís á Sölvhóls rúst;
siglingar ekki greiðar;
kveSa þar Eimskip keppnisbrag
Keavættirnar gleiSar,
iríS er í draumi dalakarls
dagsláttan sunnan heiSar,
þá lögS er í skára gata og grund
írá Granda til HerSubreiSar.
Steypist um rúntinn stelpuilóS,
stuttar platspjarir ílaka;
drossíuljós í langri röS
viS löngunum holdsins stjaka;
hjólfjaSrir skjália og hrikta viS;
hljóSlega sætin braka;
víSa er búin breyskri öld
beSur án kodda og laka.
Heyrt hef ég lærSa taka tón
meS trillum, sem þröst í garSi;
utaníör, styrk og aSra virkt
útbýtingsneínd ei sparSi;
eSlilegri mér alltaí finnst
öskurrómurinn harSi
drynjandi þar, sem DauSatljót
dynur úr RíkisskarSi.
★
KVÆÐI Lofts Guðmundssonar úr Óöldinni
okkar er síðasta kvæði bókarinnar og heitir
Stoppistöðvar, er það nokkurskonar Aldarháttur,
og er hermt að hætti og formi eftir Áföngum,
einhverju snjallasta kvæði, sem ort hefur verið
á síðari áratugum. <Það má kannski kalla helgi'
spjöll — og þó ekki, þegar vel er gert sem hér.
4 ÚTVARPSTÍÐINDI