Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Síða 6
maður eða ókunnur, sent Árnasafni gjöf.
Og þó verður Árnasafn á Islandi jafnan
minnisvarði hins ókunna Islendings, Is-
lendings þáttur hins sögufróða, minnis-
merkið um hinn ónafngreinda höfund
íslenzkra snilldarverka.
Ekki ætti allri þjóðinni að vera það
ofvaxið að koma upp þessu húsi með
frjálsum framlögum. Hús yfir væntan-
legt Árnasafn þarf ekki að vera öllu
stærra en venjulegt íbúðarhús. Mundi
ekki bygging þess tryggð, ef hver íslend-
ingur leggði fram sem svarar tíu krón-
um? Því samskot sem þessi þurfa að taka
til allrar þjóðarinnar. Það er hinn almenni
og eindregni þjóðarvilji, sem öllu öðru
framar á að sanna heiminum hinn sið-
ferðilega rétt vorn til hinna fornu og ein-
stæðu menningarverðmæta, og þess
vegna varðar það mestu, að þjóðin öll,
helzt hver einasti einstaklingur hennar,
votti hug sinn til þessa máls með því að
leggja sinn skerf, stóran eða smáan, til
þeirrar byggingar sem á að verða tal-
andi tákn um menningarlegan samhug
og menningarvirðingu þjóðarinnar. En
hvers vegna er þetta þá ekki gert? Mundi
svarið ekki vera það, að Islendingar séu
einatt seinir til viðbragðs og þurfi oft
að láta ítreka við sig sjálfsagða hluti, áð-
ur en þeir hefjast handa? Um vilja þjóð-
arinnar til að leggja nokkuð á sig í þessu
máli þarf enginn maður að efast.
Stúdentafélagið hefur áður látið sig
handritamálið skipta. Nú vill það einnig
leggja þessum þætti málsins lið og skor-
ar á alla þjóðina að gera slíkt hið sama.
Og hér ætti að vera hægt um viðbúnað.
Hinn ókunni gefandi, sem lagði til fyrsta
skerfinn, valdi þjóðminjavörð til þess að
taka við framlaginu og hafa á hendi
vörzlu þess, og á sama hátt mun öðrum
gefendum óhætt að trúa þeim ágæta
manni fyrir framlögum sínum. Á sumar-
daginn fyrsta ákvað stjórn Stúdentafé-
lagsins að verja 1000 kr. úr félagssjóði í
þessu skyni og hefur þessi upphæð ver-
ið send þjóðminjaverði. Er það trúa vor
að eigi muni á löngu líða áður en nægi-
legt fé hefur safnast í byggingarsjóðinn.
Hefjumst því handa, góðir Islending-
ar. Leggjumst allir á eitt. Byggjum hús
vfir Árnasafn, hús íslenzkrar sögu, sem
standi tilbúið að taka á móti hinum
fornu þjóðardýrgripum. í þessu máli er-
um vér allir samhuga. Sýnum það íverki.
ÚR HORNI RITSTJÓRANS ....
(Framhald af síðu 2)
eru góðir eða vondir, skjóta öngurn í hug þeirra
og leika þar sitt liljóða ósýnilega hlutverk.
En auðvitað bregðast menn misjafnlega við
persónulegri gagnrýni. Ef ég t. d. veittist að
fvrirlesara fyrir aumlegt efnisval, framsetningu
eða fluttning í útvarpi, getur lians fyrsta við-
bragð orðið, að flýta sér niður til útvarpsráðs
með annað erindi eða sögukorn. Getur það ver-
ið í tvennum tilgangi gert: Til að sanna mér og
sér að útvarpsráð taki ekki mark á dómi mínum,
eða til að láta sér takast betur. Svo getur það
farið í nokkur skipti. En ef gagnrýni mín hefur
ekki verið út í hött, einungs smekksatriði, hef-
ur dómur minn síðarmeir, þegar hann er e. t. v.
gleymdur, þau áhrif að fyrirlesarinn vandar sig
betur og útvarpsráðið val sitt.
Oll gagnrýni, sem borin eru fram af viti,
vinnur á í hljóði og kemur fram í annarra manna
verkum og skoðunum, án þess að þeir sjálfir
eða gagnrýnandinn fái nokkurn tíma um það
að vita. Þetta er lögmál allrar skoðanaboðunar,
orðið er hið mikla sæði hugsunarinnar, allt ber
nokkurn ávöxt, illan eða góðan eftir atvikuni.
6 ÚTVABPSTÍÐINDI