Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Page 7
Indriði G. Þorsteinsson
Salt i kvikunni
í MORGUNSÓL glampaði á hvítar
stofuþiljur prestssetursins handan árinnar
Þegar kvöldaði lenti setrið í skugga hjúks-
ins, en þá tók sólin að endurkastast af
glerjum gróðurhúsa Óla Pá, og túmatar
hans roðnuðu bezt á kvöldin.
Gufurnar upp úr heitu lækjunum í
kringum gróðurhúsin stigu hátt til lofts í
kyrrum veðrum og kýrnar frá bæjunum
í kring sóttu í grænkuna á bökkum heitu
lækjanna og þær slógu hölunum í flugna-
mergðina og slöfruðu upp í sig grasið
og mjólk þeirra þykknaði og varð fitu-
meiri. Óli Pá amaðist ekki við kúnum,
fyrr en þær tóku að ásælast rófnaflagið
lians, en þá var úti um friðinn.
Vorið, sem bretinn kafsigldi vélbátinn
úti á sundunum, kom Björg til Óla Pá,
og það sumar var slysið henni í fersku
minni,, af því pilturinn hennar sökk með
bátnum. Og því var, þetta fyrsta vor henn
ar við gróðurhúsin, vor mikillar sorgar,
allt framundir haust. En Björg var af
sterkum efnivið gjörð, og um haustið
hafði hún tekið gleði sína á ný, enda
armlög hins eina og bezta, sem horfinn
var um tíma og eilífð, farin að fyrnast.
Og þarna um haustið hafði hún farið
að sænga hjá Óla Pá, og hún liafði verið
hjá honum um kyrrt um veturinn, þó svo
hefði ekki verið um talað. Það hafði allt
verið svo afgerandi. Eitt kvöldið liafði
hann komið til hennar og minnzt á þetta
við hana. Hann hafði talað um þetta, eins
og hann væri að kaupa áburð í gróður-
húsin. Hann hafði sagt að sig vantaði
konu. Ekki eiginkonu frekar en verkast
vildi, en konu, sem gæti séð um heimil-
ið og hugsað um gróðurhúsin með hon-
um. Og Björg liafði hugsað um þetta
á meðan hann talaði við hana, og hún
komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði
að engu að hverfa, færi liún frá Óla Pá.
Og fyrst hun gæfi sig í það á annað borð,
þá að gera það með festu og alvöru. Og
því varð það, eitt sinn um haustið, þegar
morgunsólin glampaði á stofuþiljum
prestssetursins, handan árinnar, að Björg
og Óli Pá stigu úr sömu rekkju.
Og þannig hafði það gengið til í sex
ár.
Það var heitur dagur og hitinn í gróð-
urhúsunum var lítt þolandi. Túmatgras-
ið var orðið svo hátt að hvergi sá út um
glerið,, og eini svali staðurinn þar í kring
var pökkunarskúrinn.
Inni í austasta húsinu bograði Björg
yfir vatnsslöngunni og lét flæða inn að
rótum grasanna, öðru hverju kleip hún
sprota af stönglunum og færði sig á milli
raða.
Og henni varð hugsað til sumargests-
ins, og henni fannst, sem sú kvenmanns-
tjása væri að gera sér dælt á heimilinu.
Hún hafði verið í fyrra og var komin
aftur. Og Óli Pá var afgerandi maður og
hver vissi livar þetta gat endað. Þessi
kvenmannstjása var með sífelldar augna-
ÚTVARPSTÍÐINDI 7