Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Síða 9

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Síða 9
Tiufriðí CJ. Þorsteinsson EKKI ÞARF hin yngsta rithöfundakynslóð að kvarta undan því að um hana ríki logn- molluþögn. Enn er deilt um ungu skáldin á Is- landi. En ég hygg að oft hafi dómar manna verið undirstöðubetri en nú. Oft virðast þeir gagnrýnendur gala hæst, er ekki hafa lesið það, sem þeir dæma, heldur byggja dóma sína á annara umsögnum. A þessu hefur Indriði G. Þorsteinsson t. d. nokkuð fengið að kenna. — Fæstir hafa lesið annað eftir hann en verðlauna- söguna í Samvinnunni, og hneyklast á því að svo siðsamt og æruverðugt bændamálg., skyldi verðlauna sögu um lauslætismök ungs bónda og ráðskonu hans, og hafa jafnvel heyrst radd- ir um að svona skáldskapur sé siðspillandi. Feimnismál eru ekki til á Islandi i sömu merkingu og það hugtak var notað fyrir nokkr- um tugurn ára. Um kynferðismál er nú rætt af meira hispursléysi en nokkru sinni fyrr, og af meira viti og skilningi. Ekki er þar með sagt að æskilegt sé, að um þau efni sé talað eins og um veðrið, háttvísi í þeim efnum er nienningarleg nauðsyn, og sóðalegar klámbæk- ur eiga engan rétt á sér. En of mikil viðkvænmi í þessum sökum leiðir ekki til góðs. Hið for- boðna verður alltaf éftirsóknarvert. A tímabili voru kynferðisskáldsögur mjög í unni. Hún Björg mátti ekki skilja á hon- um að hann hefði verið að hugsa um sumargestinn. Og hann vissi hvað það var, það var hálsinn, hún hafði svo hvíta húð á hálsinum. Hún hafði svo hvíta og slétta og mjúka húð á hálsinum, ekki grófa húð eins og Björg. Einkennilegt að hann skyldi hafa verið að hugsa um húðina á sumargestinum. Það var lík- legast hitinn. — Já, það er hreinasta undur, sagði Björg. — Ha, hvað? sagði Óli Pá. — Þetta með mygluna, sagði Björg og tízku og var holdsins lystisemdum lýst mjög berlega, og eignuðust slíkar bækur þakkláta lesendur. Nú eru flestir orðnir þreyttir á þessu, og það er aðal gallinn á sögum Indriða G. Þor- steinssonar hve hann ofhleður þær af aðvikn- um slíkra efna, enda þótt það sé yfirleitt af smekkvísi gert. Sagan, sem hér birtist er ein úr sögusafni Indriða, er út kom s. 1. haust og nefnist Sælu- vika. Mér finnst þetta mjög góð saga. Hér er á ferð rithöfundur, sem ekki mun láta að sér hæða í framtíðinni. ]. kom alveg fram í dyrnar og setti höfuðið út og sólin skein á það og glitraði á því sveittu. — Já, sagði Óli Pá. — Svei mér, ef þessi liiti ætlar ekki að drepa mann, sagði Björg. — Maður rennur óskaplega, sagði Óli Pá. — Ja, hérna, Jrað er nú ekki fyrir mig, ekki er ég svo feit, sagði Björg. Óli Pá leit upp á hana í dyrunum og færði augun hægt niður eftir henni, eins og maður, sem virðir fyrir sér fánastöng á hátíðisdegi. tTTVARPSTÍÐINDI 9

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.