Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Page 10

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Page 10
— Þú mættir sízt af öllu við því að renna, sagði Óli Pá og lét augun hvíla á fótum hennar sokkalausum, er voru bjúg- laga og sverir um kálfana og rauðir. Björg strauk á sér aðra mjöðmina og fann að það var grunnt á beininu. — Það er nú heldur enginn akkúr í að vera spikuð., sagði hún. — Nei, en þrifleg. Björg dró sig til baka úr dyrunum og henni súrnaði fyrir brjósti vegna kven- mannstjásunnar. Eins og hún vissi það ekki að Óla Pá langaði til að sængja hjá þessum bölvaða sumargesti. Þessi drós, sem var eins og angandi skrautker, sem maður fann þefinn af í fjarlægð. Kannski hann Óli Pá héldi að hún hefði ekki tek- ið eftir því þegar hann fór augum um kvenmannstjásuna, hvernig hann mældi út þennan stutta og þybbna skrokk henn- ar, eins og unga plöntu í gróðurhúsi, sem stendur til að bera ríkulegan ávöxt. Óli Pá heyrði að Björg var komin inn í húsið og farin að rjála við vatnsslöng- una. Hann hélt áfram að sitja í dyrun- um og þurrka af sér svitann með rauð- um vasaklútnum. Ungur drengur kom út úr íbúðarhús- inu og fram á hlaðið, og hann var afar ljóshærður í sólskininu. Hann leit snöggt niðureftir til Óla Pá um leið og hann gekk suður hlaðið. Drengurinn dyntaði sér öllum og söng langdregið slangurlag, ásamt viðlagi. Og Óli Pá tók aðeins eftir viðlaginu, því hitt var ekki annað en uml og trall í samræmi við dyntina. Og Óli Pá heyrði að drengurinn endurtók í ann- að sinn: Og hann fékk sér ungan grip: kvígu, kvígu, kvígu. Söngurinn í drengnum hafði lífgandi á hrif á Óla Pá, og hann reisti sig í dyr- unum og gekk innihúsið til Bjargar. Hún var að bogra við vatnsslönguna inn á milli túmatgrassins og lézt ekki taka eft- ir honum. Hann horfði á hana og langaði til að segja eitthvað við hana. Eitthvað, sem væri almennt, eitthvað sem ekki yrði vegið og mælt og hallað til og litið í hornin á, í leit að botnfalli. — Við skulum ekki vökva mikið í horn- inu, þar sem myglan er, varð honum að orði, og mundi um leið að hann var bú- inn að segja þetta oft áður um daginn. Björg anzaði honum ekki og færði vatns- slönguna milli raða og var önnum kafin. OIi Pá varð hálf miður sín og fór inn raðirnar hinumegin og gætti að fullþrosk- uðum túmötum. Hann fann enga og hætti leitinni og færði sig út í auðan ganginn. Björg bograði enn yfir vatns- slöngunni, eins og þessi molduga vatns- slanga og hún væru tveir samrunnir hlut- ir og þaðan í frá yrði engu um þokað í sundurgreiningu á henni og slöngunni. Óli Pá sá hve Björg var sveitt og henni hlaut að vera ómótt af hita, og er hann horfði svona aftan á hana„ inn á milli raðanna, leizt honum hún venjufremur gildari og alúðlegri. — Það er bezt þú farir niður í pökk- unarskúrinn og þurrkir af, ég skal vökva. sagði Óli Pá og vonaði að hún mvndi anza honuiri einhverju. Björg kom fram á ganginn og leit á hann særðum augum. ÓIi Pá sagði: — Ertu nokkuð súr? — Þú getur sjálfur verið súr, sagði Björg. ÓIi Pá horfði á eftir henni út úr hús- inu og honum þótti í aðra röndina leitt, að sumargesturinn skyldi eitra svona andrúmsloftið fyrir þeim. Hann gekk inn Framlwld á hls. 19. 10 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.