Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Síða 15

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Síða 15
fera þær inn á skýrslur og lesa þær í útvarpið. Stúlkurnar heita: Ragnheiður Guð- mundsdóttir, Herdís Ásgeirsdóttir og Magnea Sigfúsdóttir. Þær eru allar úr Reykjavík. Ragnheiður hefur verið í þjón- ustu veðurstofunnar í sex ár, Magnea nokkru skernur. Herdís í rúm þrjú ár. (Hér eru leiðbeiningar fyrir loftskevta- manninn). Þær fyrrnefndu eru gagnfræð- ingar úr Reykjavíkurskólum, Herdís er úr Kvennaskólanum í Reykjavík. Þegar ég sagði þeim frá óskinni af sjónum, og kveðjunum þaðan, báðu þær fyrir beztu heilsun til baka: Oft langar okkur til að segja fleira en að þylja mis- jafnlega góðar veðurfréttir, en við verð- um að láta okkur nægja hlýlegar hugs- anir til sjómannanna okkar, því ef við féllum í freistni og segðum við þá nokkur vel valin orð frá eigin brjósti, myndum við eflaust fá litlar þakkir fyrir það á æðri stöðum. ------D-------- Þflettif/ sem fá fivíW í VETUR hefur að margra áliti verið léttara yfir dagskrá útýarpsins en oft áð- ur, og er það vissulega þarft og þakkar- vert. Þó hefur aðeins einu sinni eða tvisv- ar síðan um áramót heyrst í Pétri Péturs- syni og hans liði með Sitt af hverju tagi. Nú hefur Pétur tjáð okkur að framhald muni ekki verða á þeim dagskrárlið. Or- sakir kunnum við ekki að rekja til hlýt- ar, en Pétur kveður undirbúning þessara þátta svo tímafrekan að í það fari allar tomstundir sínar, og vill hann ekki sem vonlegt er, við það búa til lengdar, kveðst enda ekki hafa lofað útvarpsráði að sjá Á Uppstigningardag verfíur útvarp- að tónleikum Jóns Nordal, sjá Dag- skrá. Jón hefur hlotið mjög góða dóma fyrir leik sinn. — Iiann er og kunnur fyrir tónsmíSar. um þáttinn lengur en fram til áramóta. Þá mun mörgum hafa'brugðið í brún er Björn R. Einarsson tilkynnti það fvr- irvaralaust í síðasta þætti sínum „Óska- lög sjúklinga", að útvarpsráð hefði ákveð- ið að leggja þáttinn niður. Þessi ráðstöf- un hvgg ég að orki mjög tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Björn hefur rækt starfa sinn af kostgæfni og alúð, rödd hans og látbragð er mjög geðfellt og er ég viss um það að þættir hans hafa liaft heilsubætandi áhrif á sjúklingana. Mér er kunnugt um það, að þeir biðu tímanna hans með óþreyju og þeir urðu fyrir miklum vonbrigðum, er hann kvaddi. Utvarpsráð mun nú hafa ákveðið að halda áfram með þáttinn, en hvort Björn R. Einarsson annast hann er óráðið. ÚTVABPSTÍÐINDI 15

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.