Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Síða 19
— Snlí í Uvikiiimi
Framhald af bls. 10.
á milli raðanna og lét flæða úr slöngunni
á moldina í kringum grösin.
Og hann fékk sér ungan grip:
kvígu, kvígu, kvígu.
Óli Pá vissi ekki fyrr en hann var bú-
inn að söngla þetta og það varð ekki aft-
ur tekið.
Allt í einu liætti vatnið að renna úr
slöngunni og hann bölvaði hljóðlega vf-
ir þessari truflun. Hann vissi að þetta
var sumargesturinn. Enginn nema hún
var svo kærulaus að rífa slönguna úr
sambandi til að fá sér fótabað undir bun-
unni. Og nú gæfist honum gott tækifæri
til að tala við hana og láta hana skilja, að
sér fyndist meir áríðandi að vökva í hús-
inu, heldur en baða á sér fæturna. Láta
hana skilja að það væri annað að gera í
sveit, en baða á sér fæturna. Hvort hann
skyldi ekki láta henni skiljast það.
Og hann snaraði sér út og fram með
húsinu og suðurfyrir. Og þegar hann kom
að horninu var hann búinn að opna
munninn og fylla sig allan af lofti, líkast
því að hann ætlaði sér að halda langa
i'æðu, án þess að draga andann.
Kaldavatnspípan var grafin niður í af-
Hðandi hlaðvarpann og kom fram úr hon-
um rétt fyrir ofan gróðurhúsið. Pípan lá
síðan í lausu lofti, allt fyrir stafninn, en
þar, undir bláenda hennar, stóð gamall
kexkassi til stuðnings, og einnig til að
bunan úr pípunni væri það há, að hæy
væri að skola ýmislegt undir henni, bæði
mjólkurfötur og annað.
Og þegar Óli Pá kom fyrir hornið. sá
bann að sumargesturinn var í mestu mal
mdum að baða á sér fæturna.
Þegar konan sá Óla Pá, ók hún sér
ofurlítið i sætinu og hagræddi fótunum
betur undir bununni.
— En hvað þetta er gott, sagði hún
og horfði á hann og augnaráð hennar
lenti svolítið á ská, vegna þess hvernig
hún sat.
Óli Pá féll allur saman. Hann þagði
og fann hvernig heitt tillit liennar
streymdi um hann allan og hvernig berir
og votir og gljáandi fótleggir hennar
gripu augu hans og héldu þeim kyrrum.
— Býst við að það sé ekki sem verst,
sagði hann svo.
— Kannski ég hafi ekki mátt tak:
slönguna úr sambandi? sagði konan og
horfði enn á hann á ská, og brosti, sv
að mjúkar varir hennar lögðust þétt r.
hvítum tönnunum.
— Jú jú, sagði Óli Pá og þrástarði á
vota fætur hennar.
— Alveg er yndislegt að vera út í sveit
í svona veðri, sagði konan og bretti tán-
um undir tærri bununni. Og drengurinn,
þú ættir að sjá strákinn. Hann er orð-
inn bökkbrúnn af sólinni. Svo þagði hún
við, líkast því að hún væri að íhuga, hve
drengurinn væri brúnn, og sagði síð-
an:
— Hann er alveg gasalega brúnn.
— Hann er liraustlegur, sagði Óli Pá
af hinni mestu hægð.
Konan sendi honum aftur þetta voð-
fellda bros með mjúkum vörunum.
— Alveg er það dásamlegt að búa í
sveit, sagði konan.
— Heldurðu það, sagði Óli Pá og var
að hugsa um hve fætur hennar væru vel
skapaðir. Þeir voru hreint þeir fegurstu
fætur sem liann hafði séð. Þeir voru ával-
ir að framan og það mótaði varla fyrir
leggnum. Og kálfinn var stinnur og vöðv-
inn hnykklaðist örlítið, ef hún steig í
ÚTVARPSTÍÐINDI 19