Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Page 20
tána. Það voru hreint þeir fegurstu fætur.
sem hann hafði séð.
Oli Pá tók upp rauðan vasaklútinn og
þurrkaði svitann af hálsinum.
— En hvað vatnið er svalt og gott,
sagði konan og tók annan fótinn undan
bununni og rétti hann beint fram.
Oli Pá kingdi munnvatni sínu og horfði
á fótinn. Hann sagði:
— Já, þetta er sæmilegt vatnsból sem
við höfum.
Hann fann að hún hlustaði ekki á
hann.
— Það er svo gott að fá sér fótabað,
sagði konan og setti fótinn aftur undir
bununa.
— Já„ maður liressist á því í hitanum,
sagði Óli Pá.
— Og svo er það hollt fyrir taugarnar,
sagði konan.
— Já, svo er það svo hollt.
— Af liverju seztu ekki hjá mér? sagði
konan.
— Það er náttúrlega sama. Ekki get ég
vökvað, fyrr en ég fæ vatnið, sagði Óli
Pá og færði sig frá húshorninu og sett-
ist á grasbekkinn hjá konunni.
— Þarftu ekki annars að fara að fá
vatnið aftur, sagði konan.
— Nei, mér liggur ekki svo mikið á.
Taktu bara þinn tíma.
— En mér finnst alveg synd að tefja
fyrir þér.
— Uss, þú tefur ekki hið minnsta.
Honum fannst gott að sitja hjá henni.
Innan stundar hætti konan að baða á sér
fæturna og hún dró þær undan bununni
og setti á sig hvíta strigaskó. Óli Pá sá
að hné hennar voru hvít og falleg, þegar
hún fór í skóna og hann fór að hugsa
um það.
Konan stóð upp af grasbekknum og
sagði:
20 ÚTVARPSTÍÐINDI
— Heyrðu annars, þú ættir nú að lána
mér eitthvað að lesa.
Óli Pá leit á hana og undraðist að hún
skildi biðja hann þess. Auðvitað vissi hún
hvar bókaskápurinn var. Hún hafði geng-
ið í hann og tekið sér bók úr honum hve-
nær sem hana lysti.
— Við skulum þá koma snöggvast,
sagði Óli Pá og þau gengu heim hlaðið
og inn í húsið.
ÓIi Pá gekk niður hlaðið og fann enn-
þá bragðið af vörum sumargestsins í
munni sér. Og er hann kom í pökkunar-
skúrinn, brá hann rauðum vasaklútnum
á hálsinn og þurrkaði svitann.
Björg stóð inn við bekkinn og strauk
af túmötunum með hvítum klút, og það
var svo skuggsýnt inn í skúrnum, að hann
sá hana ekki alveg strax.
— Er ekki allt í lagi með þá, sagði Óli
Pá, er hann hafði vanizt dimmunni.
Það umlaði í Björgu og hann gerði ekki
aðra tilraun til að yrða á hana. Hann gekk
yfir að kassastæðunni og tók tvo ofan af
og setti þá á bekkinn við hliðina á túmat-
hrúgunni. Og er hann hafði lagt pappú'
í annan kassann, tók hann til við að raða
ofan í hann.
Björg missti túmat í gólfið.
Hún tók túmatinn upp og strauk af
honum og sagði:
— Þú mátt prísa þig sælan, ef ekki
myglar allt í húsinu.
Húu sá að túmatínn hafði marizt, og
hún beit í hann og dró safann úr bitinu,
áður en hún kyngdi, svo stakk hún því
sem eftir var upp í sig og tuggði. Óli Pá
horfði á hana á meðan hún var að þessu-,
og liann ságði:
— Hver veit nema þú gætir fitnað, ef
þú ætir meira af túmötum.
Björg leit á Óla Pá og vissi að hann