Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Side 22

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.05.1952, Side 22
Smávegis um Bólu-Hjálmar eftir Guðmund Friðjónsson ♦-----------------------------------------------------------♦ Ján Ólufsson skálcl og rítstjóri gaf út í Reykjavík fyrstu úr aldarinnar tímarit, sem hét Nýja öldin. Úr henni hnuplum við eftirfarandi grein eftir Guðmund Friðjónsson. ♦------------------------------------------:----------------i BÓLU-HJÁLMAR hefur verið næsta kynleg- ur maður. Hannes Hafstein hefur fært til nokkur dæmi í formálanum fyrir kvæðum lians; en ýmsar fleiri sagnir eru til um Hjálmar víðsvegar og tel ég nokkrar þeirra, sem ég hef heimildir fyrir að eru sannar. ÞUMALLINN OG RÍMAN. Þegar Hjálmar hafði Göngu-Hrólfs-rímur á prjónunum, kom hann kvöld eitt til konu sinnar um það leyti, sem menn voru vanir að festa rökursvefn. Biður hann hana að taka upp á duggara-vettlings þumli, segist „finna það á sér, að nú niundi ríma geta fæðst“ og ætlaði hann að prjóna þumalinn meðan hann kvæði. Konan tek- ur upp á þumalinum og legst svo fyrir, en Hjálmar tekur til sinna starfa. Hanri situr álútur og styður ölnbogum á kné sér. Þessi rökursvefn hefur að likindum orðið í lengra lagi, því að þegar „stjaman" (sjöstj.) var gengin í nónsstað, var kveikt. Lá þá vettlingurinn á gólfinu, en þumallinn i stærri lykkju — og ófeldur af. Rim- an var kveðin á enda. Eg man nú eigi, hver hún er i röðinni, en þetta er upphafið: „Kvæðið hóla bröndungs gná.“ Þetta sagði mér skilrík kona, sem hevrði Hjálmar sjálfan segja frá. UPPLAGIÐ VAR BÖLVAÐ. Maður nokkur sagði við Iljálmar eitthvað á þá leið, að mikill maður hefði hann orðið, ef liann hefði notið menntunar og góðs uppeldis. Ifjálmar þagði unr stund, en sagði svo: 22 útvakpstÍðindi „Ég veit ekki — upplagið var bölvað.“ Sama kona sagði mér þessa sögu sem hina. Hún heyrði Hjálmar segja sögur og mundi vel, hvernig hann hagaði sér við þann starfa: Meðan hann sagði söguna, var hann álútur og starði stöðugt í gaupnir sér. En er henni var lokið, leit hann upp og framan í þann eða þá, sem hann sagði; augnatillitið var þá ákaflega fast og stingandi, og var því likast, sem hann vildi þann- ig greypa söguna inn í hugsun og minni áheyr- andans. En þeim sem fyrir urðu, brá við. IIJÁLMAR SÉR FEIGÐ Á MANNI. Þegar Iljálmar var á Minni-Ökrum, vóru þeir Daði „fróði" eitt sinn gestkomendur á Stóru- Ökrum. Daði fór fyrr; og er hann hvarf fraffl úr baðstofudyrunum, leit Hjálmar við honuffl. En er Daði var horfinn, mælti Hjálmar við þá, sem inni voru: „Já, nú er feigðarsvipur á baki Daða.“ — Þetta hafa sagt mér sjónar- og heyrnarvottar. — En litlu síðar varð Daði úti og sáust Jreir þarna hinzsta sinni. Ég lief átt tal við Guðrúnu dóttur Iljáhnars og sagði hún mér ýmislegt af háttum föður síns. Það sagði hún mér, að stundum hefði hann litið út undan sér og brugðið grönum við. Stunduffl lét hann Jress þá getið, að nú myndi einhver koma, og brást það þá ekki. En sjaldan vildi hann segja, hvað fyrir augun bar. Meðal annars spurði ég hana um atferli Hjálmars Jiegar hann átti í glímum við hug- myndir og hendingar: — „Hann hefur oftast ort á nóttunni?"

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.