Útvarpstíðindi - 23.07.1945, Side 2

Útvarpstíðindi - 23.07.1945, Side 2
146 ÚTVARPSTIÐINDI GIN I GIN. Eftirfarandi visu orti Ágúst L. Pét- ursson, er kunningi hans hressti upp á hann og gaf honum að drekka gin: — Tíðum hressir vinur vin ó víni ýmiskonar. Jón, hann helti gin í gin Gústa Péturssonar. Og morgunin eftir varð þessí vísa til: —- Mjaðar hiklaust döggin draup í drengja hvilcum solli. Ailt of mikið á ég saup, er því ryk í kolli. HANN SA BETUR TIL. Það var að kvöldiagi og skuggsýnt var á götum úti. Við eitt götuljósið, sá lögregluþjónn mann, sem skreið ó fjór- um fótum á götunni. Lögregluþjónin- Uin þótti maðurinn grunsamlegur, gekk til hans og spurði hvað að honum væri. Maðurinn leit upp og var all rykaður. Ég varð fyrir því óhappi að týna 10 krónum, sagði hann. — og haldið þér, að þér hafið týnt þeim nákvæmlega á þessum stað? spurði lögregluþjónninn. — Nei, nei, ég týndi þeim hinumegin á götunni, svaraði maður. — Og því eruð þér þá að leita hér? spurði lögreglu- þjónninn hvatskeitslega. — Maðurinn varð hissa á svo fávíslegri spurningu og svaraði um leið og hann hélt leitinni áfram: — Það er svo miklu betri birta hérna megin á götunni, eins og þér hljótið að sjá. koma út liálfsmánaCarlega. Árgangur- inn kostar kr. 25.00 og greiðist fjrrir- fram. Afgreiðsla Hverfisg. 4. Sími 5046. Útgefandi h. f. Hlustandinn. Prentað í preritsmiðjunni „Fróði“ Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Vilhj. S. Vilhjálmsson, Þorsteinn Jósepsson. BÆN TIL GIJÐS. Eftirfarandi vísa er ort af B. J. nokkru fyrir ófriðarlokin í Evrópu. Leyfa Útvarpstíðindi sér að taka hana upp, enda þótt nokkuð sé frá liðið og höfundur búinn að fá bænheyrslu, minnstakosti að nokkrum hluta hennar: — Láttu enda ófriðinn, efldu bræðralagið. Dreptu Hitler, Drottinn minn og djöflinum gefðu bræið. CHURGHILL BAÐ EKKI UM MIKIÐ. Churchill, Stalin og Hitler voru allir staddir við hliðið hjá Lykla-Pétri. — Pétur vék sér að þeim og spurði þá hvers þeir óskuðu sér. Hitler varð fyrst- ur fyrir svörum, lítur hornauga til Stal- ins og segir: Ég óska mér, að allir Rúss- ar væru dauðir. Næstur kom Stalin og kvaðst óska að allir Þjóðverjar væru dauðir. — En livers óskar þú, herra minn, mælti Pétur til Churchills. •— Viljið þér ekki uppfylla óskir hinna fyrst. Síðan þætti rnér vænt um ef ég fengi vindil og góðan sjúss. LITIL SAMKEPPNI. Sumir halda því fram, að það sé auð- velt að koma sér áfram í heiminum á heiðarlegan hátt, því á því sviði sé samkeppnin svo sára lítil.

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.