Útvarpstíðindi - 23.07.1945, Síða 3

Útvarpstíðindi - 23.07.1945, Síða 3
ÚTVARPSTÍÐINDI 147 ÚTVARPSHÖLLIN NÝJA Utvarpsstjóri með sérfræðingum í Bandaríkjunum Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri, ásamt þeim Gunnlaugi Briem verk- fræðingi útvarpsins og Agúst Pálssyni arkitekt dvelja nú í Bandaríkjunum í erindum Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri og starfsmenn hans eru að athuga möguleika fyrir hina nýju útvarpshöll, sem á að rísa í Reykjavík, en fyrirhugað er að hún verði ekki að eins eitt veglegasta hús landsins heldur og búin á allan hátt fullkomnustu gæðum á borð við út- varpshallir annara þjóða. Útvarpsstjóri hefur staðið í sam- bandi við heimsfrægan bandarískan arkitekt sem hefur getið sér sérstakt orð fyrir teikningar slíkra húsa og mun hann ásamt Ágústi Pálssyni vinna að teikningum hallarinnar. Eins og að líkum lætur kcmur margt til greina við gerð og útbúnað slíkra húsa sem ekki þarf að taka tiiiu iil við gerð annara húsa. Skyldi sá, er þetta ritar það bezt er hann skoðaði hið glæsi- lega Rad'chus í Kaupmannahöfn, en þac er eitt af glæsilegustu byggingum Kaupmannahafnar frá hinum nýja tíma. En grein um það og útvarps- rekstur Dana, eftir Per Björnsson Soot, sem strrfar við r,''"ska útvarpið kemur innan skamms f itinu. Jónas Þorbergsson hefur alllengi unnið að undirbúningi útvarpshallar- innar og mun hafa fengið loforð fyrir lóð undir hana, á Melunum, en þar eiga að rfsa í nálægð mörg glæsileg stórhýsi, meðal annara Neskirkja og bygging fornminjasafnsins. — Gunn- laugur Briem verkfræðingur fór með útvarpsstjóra vestur um haf vegna verkfræðilegs útbúnaðar hallarinnar. Útvarpsstjóri óskaði ekki að skýra lesendum Útvarpstíðinda nánar frá ætlunarverki sínu vestan hafs, en lof- aði að hann skyldi gefa blaðinu upp- lýsingar um allt þetta mál, þegar hann kæmi heim og vitað væri um árangur, en hann kvaðst vona að hann þyrfti ekki að dvelja vestra nema mánaðar- tíma. Munu allir útvarpshlustendur óska þess eindregið að ferð þeirra félaga gangi scm bezt. Við höfum mjög mikla þörf fyrir hina nýju byggingu, því að allur aöbúnaður útvarpsins og starfsfólks þess í Landsímahúsinu er mjög bágborinn og stendur stofnun- inni fyrir þrifum. EINUM ÞORPARA FÆRRA. Geröu sjál.'. n þig að heiðarlegum. manni, og þá getur þú glaðst yfir þvi, að í heiminum sé einum þorpara fœrra. Carlyle.

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.