Útvarpstíðindi - 23.07.1945, Síða 4

Útvarpstíðindi - 23.07.1945, Síða 4
148 ÚTVARPSTÍÐINDI STEINDÓR SIGURÐSSON: FERSKEYTLAN Af tilefni vísna-verSlaunasamkeppninnar sendir Steindór skáld Sigurðsson eftirfarandj stökur um ferskeytluna. Þegar allt vill angra mann, ylinn færa í bæinn, er það stakan ein sem kann eins og fyrri daginn. Vertu ávalt, vísan mín, vinurinn allra bezti, oft hefur verið ást til þín allt mitt veganesti. Finn ég streyma yl og óm opnist Bragalundir, rennur allt í rím og hljóm raular stakan undir. Fram í hugann fljúga að fornu minningarnar. Léttan þeysa heim í hlað horfnu kynningarnar. Allt um stund fær aftur róm, inst í brjósti hljóðu. Gamalt sólskin, blað og blóm blíkjar gullinmóðu. Þegar bítur brjóstið stál beiskra hugrenninga, vaka eins og vor í sál vísur íslendinga. En á vörum alþjóðar yndislegust var hún. Gegnum aldir áþjánar uppi málið bar hún. Ferskeytlan sinn óm og yl óf í þeirra drunga, og svo glæst, að enn er til íslenzk þjóð og tunga. Gegnum aldir, yfir höf, inn til dala og fjalla, íslendinga göngu ao gröl glitaði hún alla. Steindór Sigurðsson.

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.