Útvarpstíðindi - 23.07.1945, Síða 6
150
ÚTVARPSTÍÐINDI
ur og las óhemju mikið utan náms-
greina sinna, einkum skáldskap og
fagurfræði. A stúdentsárunum las
hann einkum rit Heines og danska trú-
spekingsins Sören Kirkegaards og er
engum blöðum um það að fletta, að
Kirkegaard hefur haft djúpstæð áhrif
á stíl hans og alla lífsskoðun. Einkum
varð hann snortinn af hinni sárbeittu
gagnrýni Kirkegaards á ríkiskirkjunni,
þjóðkirkjunni, trúleysi hennar, and-
leysi, hræsni og skinhelgi. Hann bar
aftur á móti djúpa lotningu fyrir
fylgjendum Hans Nielsons Hauge, hins
mikla alþýðlega trúvakningamanns,
hinum lifandi trúaranda, sem meðal
þeirra ríkti, auðmýkt þeirra, kærleika
og þegnskap.
í skáldsögunni Worse skipstjóri tefl-
ir hann þeim beinlínis fram gegn
glamuryrða guðfræði og skinhelgivillu
ríkiskirkju prestanna og gerir þeirra
hlut hinn ömurlegasta og broslegasta.
Árið 1872 kvæntist Kielland og
keypti sama ár tígulsteinaverksmiðju
f Stavanger, sem hann rak til 1881.
En samtímis sökkti hann sér niður í
lestur og skáldskapariðkanir, las heim-
speki og náttúrufræði, og beztu rit-
höfunda Evrópu. Orslitum í lífi hans
ræður svo það, er Georg Brandes
kemur fram upp úr 1870, með kröfur
sínar um það, að bókmenntirnar skuli
vera lifandi vettvangur, sem leggi
vandamál fram til umræðu (,,sætter
Problemer under Debat“).
Á áratugnum milli 1880 og ’90 var
enginn rithöfundur snjallari í því á
Norðurlöndum, en Alexander Kielland.
Veturinn 1878 dvelzt hann í París og
umgengst þá Björnson og skáldið og
stjórnmálamanninn Edvard Brandes.
Árið eftir gefur hann út fyrstu bók
sína „Smásögur” (Wævelletter) og
kemur þar þá þegar fram, sem frá-
bær stílsnillingur. Allar bækur hans,
sem nokkuð kveður að eru skrifaðar
á næstu 12 árum. Eftir 1891 skrifar
hann nálega ekki neitt.
Mönnum eru orsakirnar ekki að
fullu Ijósar. Maðurinn er á bezta aldri
aðeins 42 ára gamall. En hann er þeg-
ar farinn að kenna hjartabilunar og
má vera að sjúkleiki hans sé farinn að
há vinnuþreki hans meira en nokkurn
gat grunað, sem sá þennan glæsilega
höfðingja, aðsópsmikinn og jafnframt
frábærilega tiginmannlegan í fasi.
Ég held persónulega, að Kielland
hafi verið gæddur þeirri fágætu sjálfs-
rýni að skynja hvenær hann hafði
unnið sitt ágætasta verk og að sjálfs-
agi hans hafi varnað honum þess að
fara að elta sjálfan sig ofan brekkuna.
Or þessu steinþagnaði hann til dauða-
dags, eins og það hefði aldrei í hug
hans hvarflað að skrifa bækur.
Kielland, sem var fæddur höfðingi
kunni ekki að horfa í smáskildinginn
og átti því einatt í fjárkröggum.
Prestur nokkur, sem mjög lét að sér
kveða í stjórnmálum Noregs, Lars
Oftedal, fékk því til leiðar komið, að
stórþingið felldi það að veita Kielland
dálítil skáldalaun. Björnson og aðrir
helztu andans menn Noregs höfðu
brotist í að afla honum þessarar við-
urkenningar árið 1885.
Kielland sárnaði þetta og má vera
að það hafi enn stutt að því, að hann
hætti að skrifa. Hann gerðist borgar-
stjóri í Stavangri árið 1891 og árið
eftir amtmaður í Romsdal. Hann dó
árið 1906.