Útvarpstíðindi - 23.07.1945, Page 9

Útvarpstíðindi - 23.07.1945, Page 9
ÚTVARPSTÍÐINDI 153 29. Hjónaband er strekkingsstand, stækkar fjandans kífið, vonastrand og gæfugrand, gremju blandar lífið. i 30. Hjalaðu dátt, en hyggðu flátt heiðurs mátt ef þráir. Skríddu lágt og svíktu sátt svo að hátt þú náir. 31. Sól má eigi svíða þig sól á vegi Lauga. Sól þó deyi signir mig sól í meyjarauga. 32. Margur særður sorgarör söknuð lífi tvinnar, . — losnar ei við fingraför fyrstu ástar sinnar. 33. Bláa keiðar himins hind hálofts breiða-vegi til að greiða lá og lind Ijós af heiðum degi. 34. Lyftir armi laufguð björk, loftar barmi og hvarmi: finnur bjarma mold og mörk meður varma og harmi. 35. Er sem skari æðri sýn eld að þori mínu, sem á vori, vina mín, vex í spori þínu. 36. Spannaði sunna rósarunn, runn, sem að grunni átti brunn, brunn, sem að kunni mýkja munn, munn, sem að unni þínum hlunn. 37. Harpan og boginn, heyrn og sýn hrærist. — Og loginn nær til Márinn er floginn; mild og fín mænir á voginn stúlkan þín! 38. Astúð vorsins óði frá andar þýtt í blænum. Ljúfir draumar lifna ^i leiðum sumargrænum. 39. Yndislega eg hef séð eftir daggarfossinn roðna á hvítum runnabeð rós við sólarkossinn. 40. Vinir ljóssins víða sjá vorsins geislaletur mörk og himinn málað á, milli skugga í vetur. 41. Eftir harminn óblíða eyðiskallamörkin. Ljá mér haddinn litpríða laufa prúða björkin! 42. Ástandinu að eg *sný endurfædd á veginn. Berjalyngið blánar í brekku sólarmegin. 43. Grundir frjóvar varmi vors vekur, snjóa hrekur Undir gróa, þróttur þors þreki sóa tekur. 44. Blessað sumar bú þín fljótt blíðheims-sala-kynni. Lífga björk og línstrá mjótt, lýstu hjartans inni. 45. Gjörfult lát sem flesta fá fylling vonadrauma. Barna leiksvið blómum strá, brosmilt hrestu auma. mm.

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.