Prentarinn - 01.01.1940, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.01.1940, Blaðsíða 1
PRENTARINN BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS REYKJAVÍK, JAN. 1940, 5.-6. TBL. 19. ÁR. • RITSTJÓRl: OUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON Hallgrímur Benediktsson sextugur. Hallgrímur Benediktsson prentari átti sex- tugsafmæli 7. júlí síðastl. Margir vinir hans og stéttarbræður heimsóttu hann þá til þess að árna honum heilla og blessunar. Sýndi hann þá sem oftar, að hann er höfðingi heim að sækja. Hallgrímur er fæddur 7. júlí 1879 hér i bæn- um og er því Reykvíkingur i húð og hár. Han i hefir lifað og starfað og vaxið með Reykja- vík — séð umbrot hennar og framfarir og þá ekki sízt hvað prentiðninni viðvíkur, því að nú er mikill munur á prentsmiðjum — minnsta kosti þeim stærri — eða þegar Hallgrímur byrjaði að nema prentverk í Dagskrár- prentsmiðju haustið 1896, er Einar skáld Benediktsson setti þá á laggirnar. Var þó sú prentsmiðja að mörgu leyti betur úr garði gerð til þess iðnreksturs en margar aðrar, því að húsið var í upphafi byggt með það fyrir augum, að reka þar prentsmiðju. Glugg- ar voru gríðarlega stórir og margir — mig minnir fjórir á hverri hlið — og birta því ágæt, en nokkuð dró þó Glasgow úr, því að hún var háreist, gamla konan, og tók alla morgunsól frá prentsmiðjuhúsinu, er sneri í suður og norður, en það stóð fyrir vestan hana. Prentsmið juhús þetta brann ásamt Glas- gow vorið 1903, en prentsmiðjan flutti úr þessu húsi haustið 1902. Fyrsti kennari og lærifaðir Hallgríms var Iiafliði heit. Bjarnason. Nemendur voru marg- ir í prentsmiðjunni á þessum árum (einir 7—8, þegar flestir voru) og var það all-sundurleit- ur hópur. Ekki var prentsmiðjan i neinu sam- bandi við neitt stéttarfélag, enda var það ekk- ert til, því að HÍP var ekki stofnað fyrr en 4. apríl árið eftir að prentsmiðjan tók til starfa. Má vel vera, að þessi nemendafjöldi, sem þarna var, hafi gert sitt til að ýta undir, að prentarar hófust handa um samtök sín á milli, er þeir sáu hvert stefndi. Ekki skal þó Hallgrímur Benediktsson. neitt fullyrt um það hér. Þarna hóf nú Hall- grímur nám sitt og gekk svo um nokkurt skeið. Árið 1899 keypti Hannes ritstjóri Þorsteins- son prentsmiðjuna af Einari Benediktssyni og ,,ruddi“ hann þá salinn um leið. Lét hann alla fara nema 3 eða 4. Breytti prentsmiðjan þá um nafn og nefndist nú Glasgow-prentsmiðj- an. Nú var HÍP tekið til starfa, en ekki var þessi prentsmiðja í neinu sambandi við það, enda gáfu meðlimir HÍP henni óhýrt auga

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.