Prentarinn - 01.01.1940, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.01.1940, Blaðsíða 6
6 PRENTARINN Litla handvélin i horninu er fyrsta vélin, sem Egmont H. Petersen notaði; stóra vélin er ein af 8 slíkum Illustrations- Rotations-vélum, sem nú eru notaðar i Gutenberghús. nokkur kveðjuorð frá Hinu íslenzka prentara- félagi, en hann dró úr því og sagði það ekki viðeigandi, þar sem enginn fulltrúi hafi verið t'rá okkur á þinginu. Þótti mér miður, hvernig Þorfinnur tók í þetta, því ég leit svo á, að í raun og veru bæri okkur skylda til þess að segja nokkur orð, þar sem fáninn var þarna. T.ét ég þó kyrrt vera. Var þessi hátið öll hin virðulegasta, með mörgum skemmtiatriðum, hljómlist og dansi, og fór hið bezta fram. Ég fór mjög víða og sá margskonar söfn og listaverk, og þótti mér mikið til alls þess koma, en það, sem vakti einna mesta undrun mína, var prentsmiðjan Gutenberghus. Að til- hlutun .skólastjórans, hr. Petersens, var okk- ur boðið að skoða hana, og vil ég nú með nokkurum orðum lýsa því, er fyrir augun bar í því „Kunstens Tempel“. Það, sem við rákum fyrst augun í, er við komum að aðaldyrum hússins, var litil hand- pressa (Boston) ; stendur hún í glerskáp í stórum glugga við innganginn. Er þetta fyrsta vélin, sem stofnandi þessa risafyrirtækis, Eg- mont H. Petersen, notaði. Stendur hún þarna öllum til sýnis, sem tákn þess hvað hagsýni og dugnaður fá rniklu orkað. Er inn i hið mikla og skrautlega anddyri kom, tóku á móti okk- ur 2 menn, sem buðu okkur velkomna, og var nú lagt af stað, gekk annar fyrir, en hinn eft- ir hópnum og skyldi sá, er eftir fór, gæta þess að hjörðin ekki týndi tölu, enda reyndist það vel, að þessi fyrirhyggja skyldi við höfð, því við vorum margir, sem alveg gleymdum okk- ur, svo sokknir vorum við niður í að skoða hitt og annað, þurfti þá eftirmaðurinn oft að lirópa: „Nu gaar vi videre!“ Rukum við þá af stað til að fylgjast með hinum, svo við misstum ekki af neinu. Héldum við fyrst upp á efstu hæð og þaðan farið i gegnum allar

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.